22.04.1940
Efri deild: 46. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 664 í B-deild Alþingistíðinda. (1701)

46. mál, gjaldeyrisverzlun o. fl.

*Erlendur Þorsteinsson:

Það er óþarfi að tala frekar um þetta, en ég vildi upplýsa, að það er ekki rétt hjá hv. form., að ekki hafi verið um þetta talað í n. Ég spurðist fyrir um þetta, en fékk þau svör, að hvorki honum né hv. frsm. væri kunnugt um, hvernig þetta væri, en mér skildist, að hann myndi ætla að afla sér upplýsinga um það, og gerði ég ráð fyrir, að þær upplýsingar myndu liggja fyrir við þessa umr. En svo er ekki, eða ekki hefir neitt slíkt komið fram. Það eru til tvennskonar skýringar á þessu, en ég og hv. 1. þm. Eyf. erum þó sammála um, að til skófatnaðar verði ekki hægt að telja annað en tilbúna skó, og við erum einnig sammála um, að til byggingarefnis verði talið efni til húsagerðar, en ekki efni, sem ætlað er til framleiðslu í trésmíðaverkstæðum eða til að byggja báta og annað þess háttar.