27.02.1940
Sameinað þing: 3. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 15 í B-deild Alþingistíðinda. (18)

1. mál, fjárlög 1941

Fjmrh. (Jakob Möller):

Ég mun nú svo sem venja er til við 1. umr. fjárl. gefa yfirlit yfir afkomu ríkissjóðs árið 1939, og skal ég þá fyrst lesa skýrslu um skatta og tolla (sjá næstu opnu).

Samkvæmt rekstraryfirlitinu, sem ég las upp, má heita, að rekstrartekjur og gjöld standist á. Tekjuafgangurinn hefir orðið aðeins kr. 19635.00, í stað þess að hann var í fjárlögum áætlaður sem næst 1200 þús. Stafar þetta af því, að þó að tekjurnar hafi að vísu farið nokkuð fram úr áætlun, eða um nálega 1200 þús., þá hafa gjöldin farið enn meira fram úr áætlun, eða 2377 þús.

Til samanburðar skal á það bent, að í fjárlögum 1938 voru tekjurnar áætlaðar 17464280.00, en urðu 19532580.00, eða fullum 2 millj. meiri en áætlað var. Gjöldin voru hinsvegar áætluð 16322141.00, en urðu 17764938.00, og fóru Þm í ekki nema um 1440 þús. fram úr áætlun. Þannig hafa umframtekjur þess árs orðið um 560 þús. meiri en umframgjöld, en umframgjöld ársins 1939 nálega 1200 þús. kr. meiri en umframtekjur.

Það kemur nú engum á óvart, þó að gjöld ríkissjóðs hafi farið allverulega fram úr áætlun á síðasta ári. Það er eðlileg afleiðing af breyt. þeirri, sem gerð var á gengi ísl. krónu snemma á árinu og hlaut að hafa veruleg áhrif til hækkunar á mikinn hluta af rekstrargjöldum ríkisins.

Eins og ég sagði áðan, hafa gjöldin farið fram úr áætlun um hart nær 2400 þús., og skal ég nú gera nokkra grein fyrir þeim umframgreiðslum.

Gjöld samkv. 7. gr. fjárlaganna hafa farið fram úr áætlun um nál. 282 þús. kr. Af þeirri upphæð voru 206 þús. kr. gengismunur á vöxtum af erl. skuldum, en 16 þús. vextir af innlendum lánum; hefir áætlun fjárlaganna reynzt þeirri upphæð of lág.

Gjöld samkv. 8. gr. hafa orðið um 7 þús. hærri en áætlað var, og stafar það af gengismun. Gjöld samkv. 9. gr., alþingiskostnaður, hafa farið 71 þús. fram úr áætlun, en ekki orðið nema 48 þús. Hærri en árið 1938, og stafar sú hækkun af því, að þing var haldið bæði haust og vor 1939.

Gjöld samkv. 10. gr. I, stjórnarráðið, hafa orðið 151 þús. meiri en áætlað var. Er þó í því sambandi þess að gæta, að sá kostnaður hefir á árinu 1938 orðið 19 þús. kr. hærri en áætlað var árið 1939, og mismunur á kostnaðinum 1938 og 1939 því ekki nema 72 þús. Hækkunin stafar annars aðallega af fjölgun ráðherra og stjórnardeilda og ýmsum kostnaði, er af því stafar, og þá einnig af hækkuðu verðlagi, m.a. vegna gengisbreytingarinnar. Skrifstofukostnaðurinn er talinn að hafa farið fram úr áætlun um 118 þús., en eins og áður en sagt stafar sú umframgreiðsla að mjög miklu eða mestu leyti af ósamræmi milli áætlunar og raunverulegra útgjalda, eins og þau voru orðin næsta ár á undan. En auk þess telur ríkisbókhaldið, að 25 þús. af þessari upphæð eigi að endurgreiðast af ýmsum öðrum liðum fjárlaganna. Laun ráðherra hafa orðið 15 þús. kr. hærri en áætlað var, kostnaður við ríkisbókhald og féhirði 3 þús. kr. hærri, útgáfa ríkisreiknings og Stjórnartíðinda 4 þús. kr. hærri og kostnaður við ráðherrabústað og stjórnarráðshús 10 þús. kr. hærri.

Gjöld samkv. 10. gr. II, utanríkismál, hafa farið 88 þús. kr. fram úr áætlun. Af því eru 15 þús. kr. gengismunur á kostnaði við sendiherraembættið í Kaupmannahöfn, 18 þús. kr. aukinn kostnaður við aðra meðferð utanríkismála, gengismun og greiðslur Vilh. Finsens, og loks eru 55 þús. aukinn kostnaður við samninga við erlend ríki, þar með talinn kostnaður við ensku samninganefndina s. l. haust, sem ekkert var áætlað fyrir í fjárlögum.

Gjöld samkv. 11. gr., dómgæzla, lögreglustjórn o.fl., hafa farið mjög verulega fram úr áætlun, eða samtals um 400 þús. kr., og er þess þó þar að gæta, að ekki hefir komið til greiðslu á 25 þús. kr. vegna brunatryggingar og fasteignagjöld, sem áætlað hafði verið fyrir, og hafa umframgreiðslurnar þannig raunverulega orðið 25 þús. kr. meiri en hér er talið.

Gjöldin samkv. 11. gr. A. dómgæzlan, voru áætluð 1522750.00, en urðu 1827648.00, eða 305 þús. krónum meiri. Í því sambandi er þess þó að gæta, að árið 1938 urðu þessi gjöld nál. 1796 þús. kr., og hefir þessi kostnaður því ekki aukizt á árinu 1939 nema um 32 þús. krónur. Og með hliðsjón af því mætti líta svo á, að áætlun fjárlaganna hefði verið allt of óvarleg. En einstakir gjaldliðir hafa farið fram úr áætlun sem hér segir: hæstiréttur 5 þús., laun hreppstjóra 16 þús., skrifstofukostnaður tollstjórans í Reykjavík 27 þús., lögreglustjóra 23 þús., toll.- og löggæzla í Reykjavík 54 þús., löggæzla utan Reykjavíkur 35 þús., bifreiðaeftirlit 23 þús., hluti ríkissjóðs af kostnaði við lögreglu í Reykjavík 2–1 þús., skrifstofukostnaður sýslum. 13 þús., landhelgisgæzla 57 þús., sakamálakostn. 7 þús., Litla-Hraun 17 þús., löggildingarstofan 4 þús., eða samtals eins og áður er sagt 305 þús. En þegar tillit er tekið til þess, að umframgreiðslurnar voru árið áður, miðaðar við sömu áætlun, orðnar 273 þús., þá veit ég ekki, hvort meiri ástæða er til að undrast það, hve mikil eða hve lítil hækkunin hefir orðið á þessu ári.

Gjöld samkv. 11. gr. B, sameiginlegur kostnaður við embættisrekstur, voru áætluð 329 þús., en hafa orðið 424315.00 og þannig farið 95 þús. fram úr áætlun, og hafa þá ekki verið greiddar 25 þús. kr. fyrir brunatryggingar og fasteignagjöld. Árið 1938 urðu þessi gjöld samkv-. ríkisreikningi 444 þús. kr., eða 20 þús. kr. meiri en greidd hafa verið á árinu 1939, en 5 þús. minni, ef með eru taldar þessar 25 þús. kr., sem ógreiddar eru. Umframgreiðslurnar á árinu 1939 eru þessar: fasteignamat 85 þús., ríkisskattanefnd 8 þús. og eyðublöð 27 þús., eða samtals 120 þús., en þar sem tilsvarandi umframgreiðslu hefir verið um að ræða árið 1938, verður að telja, að áætlun fjárlaganna hafi verið mjög um of óvarleg.

Um útgjöld samkvæmt 11. gr. A. og B. skal ég svo vekja athygli á því, að árið 1927 voru þau útgjöld samanlögð skv. ríkisreikningi 1094540.33, en árið 1938 1795871.58+444126.13, eða samtals 2239997.71, og hafa þau því hækkað um 54575.38 á 11 árum, eða sem svarar um 100 þús. kr. á ári. Á næsta 11 ára tímabili á undan hækkuðu þessi útgjöld úr 174426.99 árið 1916 upp í 1094540.33 árið 1927, eða um sem svarar 83 þús. kr. á ári. Á fyrra tímabilinu, sem ég nefndi síðar, urðu nokkrar sveiflur á útgjaldaupphæðinni frá ári til árs, og hefir það að sjálfsögðu staðið í sambandi við launalögin frá 1919 og dýrtíðaruppbótina. Lækkun dýrtíðaruppbótarinnar og niðurfelling hennar á hærri launum, sem framkvæmd var á síðara tímabilinu, hefir hinsvegar að það er virðist lítil áhrif haft á heildarútgjöldin. En af þessu, að þessi útgjöld hafa þannig farið nokkuð jafnt og þétt vaxandi síðustu 22 árin, er ljóst, að nokkru auðveldara muni að tala um að halda þeim í skefjum en að gera það í framkvæmdinni, og stafar það að sjálfsögðu af því, að störf þau, sem um er að ræða, hafa orðið umfangsmeiri og margbrotnari með ári hverju, eftir það m. a., sem tolla- og skattalöggjöfin hefir orðið margbrotnari og færðar hafa verið út kvíarnar í þeim efnum.

Gjöld samkv-. 12. gr., heilbrigðismál, voru áætluð 660731 kr., en urðu 681 þús. og umframgreiðslur þannig orðið 23 þús. Eru þessar umframgreiðslur á ýmsum liðum og þykir ekki ástæða til að fara nánara út í það. Árið 1938 voru þessi útgjöld 44 þús. krónum hærri.

Útgjöld til vegamála voru áætluð 1620 þús. en hafa orðið 1855 þús., eða 235 þús. hærri. Af því hafa farið 86 þús. Í viðhald og endurbætur umfram áætlun, 20 þús. til nýrra akvega, 51 þús. til þjóðvega af benzínskatti, 11 þús. til brúargerða, 8 þús. til fjallavega, 28 þús. til sýsluvega, 5 þús. til þess að halda uppi vetrarflutningum. 12 þús. til að halda uppi byggð og gistingu á afskekktum stöðum (Bakkasel og Fornihvammur), 8 þús. til aðstoðarmanna og mælinga og 4 þús. til skrifstofukostnaðar. Árið 1938 urða þessi útgjöld 1826764 kr., eða um 27 þús. kr. lægri en á þessu ári.

Til samgangna á sjó voru áætlaðar 654 þús. kr., en þau útgjöld urðu ekki nema 576 þús., eða 78 þús. kr. lægri. Árið 1938 urðu þau útgjöld 663 þús. kr. Stafar lækkunin af því, að síðara árið var aðeins eitt strandferðaskip í föstum ferðum, en fyrra árið voru þau tvö framan af árinu.

Til vitamála og hafnargerða var áætlað 707 þús., en þau útgjöld verða 699932 kr., eða 7 þús. kr. lægri. Árið 1938 urðu þau útgjöld 662 þús.

Til flugmála var áætlað 11500 kr., en varið 19400 kr. og umframgreiðsla því 7900 kr. Árið 1938 urðu þau útgjöld 17226 kr.

Gjöld samkv. 14. gr. A, kirkjumál, voru áætluð 408 þús., en urðu 410 þús., en 403 þús. á árinu 1938.

Gjöld samkv. 14. gr. B, kennslumál, hafa farið fram úr áætlun, urðu 166 þús. kr. voru áætluð 1939 þús. kr., en urðu 2105 þús. Skiptast umframgreiðslurnar á einstaka liði þannig: háskólinn 8 þús., námsstyrkur stúdenta 5 þús., fræðslumálaskrifstofan 5 þús., menntaskólinn í Reykjavík 12 þús., menntaskólinn á Akureyri 17 þús., kennaraskólinn 7 þús., Hólaskóli 5 þús., Hvanneyrarskóli 18 þús., barnafræðsla 25 þús., Eiðaskóli 5 þús., héraðsskólar S1 þús., gagnfræðaskólar 27 þús., unglingafræðsla 5 þús., húsmæðrafræðsla 5 þús., ýmsar greiðslur 13 þús. Um þessar umframgreiðslur er svipuðu máli að gegna eins og um greiðslurnar samkv. 11. gr. árið 1938 urðu fjárlagaútgjöldin til kennslumála 1990690.23 og fóru þá nákvæmlega eins mikið fram úr áætlun og nú. Þar er þess þar að auki að gæta, að allmiklar greiðslur hafa verið inntar af hendi til kennslumála samkv. sérstökum lögum bæði árin, og kem ég að því síðar. En hinsvegar er augljóst, að mikill hluti þessara umframgreiðslna til kennslumálanna er jafnóðum orðinn föst útgjöld, sem koma aftur og aftur ár eftir ár, hvað sem fjárlögin tiltaka. Útgjöldin eru að langmestu leyti lögbundin og með þeim hætti, að þau vaxa með ári hverju beinlínis samkv. lagafyrirmælum. Árið 1916 námu þessi útgjöld tæpi. 330 þús. kr., árið 1927 urðu þau 1170 þús., og höfðu þannig hækkað um 840 þús. eða sem svarar um 76 þús. á ári. Árið 1938 eru þau orðin 2107 þús., og hafa þannig á undanförnum 11 árum hækkað um 937 þús. kr. eða sem svarar 85 þús. á ári.

Gjöld samkv. 15. gr. hafa farið tæp 14 þús. kr. fram úr áætlun og urðu um 18 þús. kr. meiri en á árinu 1938. Kemur þá til greina að nokkuð verulegu leyti aukinn kostnaður vegna gengisbreytingarinnar og alm. verðhækkunar eins og í flestum öðrum útgjaldaliðum.

Gjöld samkv. 16. gr. hafa farið fram úr áætlun um 182 þús. kr. Af því koma 163 þús. á áburðareinkasöluna, og af þeirri upphæð eru 148 þús.

Fjárlög Reikningur

2. gr. Skattar og tollar:

Fasteignaskattur ...................... 445000.00 483625.00

Tekju-, eignar- og hátekjuskattur .... 1942000.00 2228123.00

Lestagjald af skipum ............... 55000.00 80264.00

Aukatekjur ........................... 665000.00 652347.00

Erfðafjárskattur ...................... 56000.00 94760.00

vitagjald ............................. 490000.00 473081.00

Leyfisbréfagjald ...................... 28000.00 29525.00

Stimpilgjald .......................... 585000.00 685097.00

— af ávísunum og kvittunum ........ 75000.00 72431.00

Bifreiða- og benzínskattur ............ 715000.00 840852.00

Úflutningsgjald ...................... 10000.00 28792.00

Áfengistollur ......................... 1200000.00 1067432.00

Tóbakstollur .......................... 1500000.00 1390336.00

Kaffi- og sykurtollur ................. 1245000.00 1343872.00

Annað aðflutningsgjald ............... 72000.00 65071.00

vörutollur ............................ 1555000.00 1507009.00

verðtollur ............................ 1400000.00 1371078.00

Gjald af innfluttum vörum . . . . . . . . . . 1530000.00 2217533.00

Gjald af innlendum tollvörum ........ 500000.00 51198585.00

Skemmtanaskattur .................... 135000.00 168765.00

veitingaskattur ....................... 100000.00 87382.00

Samtals .... 14303000.00 15399360.00

= Endurgr., niðurf., hækkun eftirst. o. fl. . . . . . . . . . . 550000.00

14849360.00

3. gr. A.

Ríkisstofnanir:

Póstmál .............................. 1000.00 10000.00

Landssíminn .......................... 572000.00 710000.00

Áfengisverzlunin ...................... 1600000.00 1821257.00

Tóbakseinkasalan ..................... 630000.00 661049.00

Ríkisprentsmiðjan .................... 53000.00 50500.00

Landssmiðjan ........................ .......... 12699.00

Grænmetisverzlun .................... .......... 68000.00

Víflisstaðabú ......................... 5000.00 8232.00

Kleppsbú .............................

5000.00 11241.00

Bifreiðaeinkasalan .................... 66000.00 117037.00

Raftækjaeinkasalan ................... 90.160.00 65000.00

Ríkisútvarp og viðtækjaverzlun . . . . . . . = 11500.00 241i25.00

-3559140 – -

-

3. gr. B.

Tekjur af fasteignum .................. 33000.00 .......... 30000.00

.1. gr.

vaxtatekjur ............................. 508000.00 ......... 549120.00

5. gr.

Óvissar tekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 50000.00 14580.00 _

Samtals .... 17904960.00 .......... 19102200.00

kr. gengistapi erlendum skuldum verzlunarinnar. Árið 1938 fóru greiðslur samkv. þessari gr. fram úr áætlun fjárl. þess árs um 92 þús.. en sú áætlun var 115 þús. kr. lægri en árið 1939.

Gjöld samkv. 11. gr., styrktarstarfsemi, fóru 60 þús. kr. fram úr áætlun: berklavarnir 24 þús., alþýðutryggingar 25 þús., til foreldra óskilgetinna barna 7 þús., allt lögbundin útgjöld, og til nauðstaddra Íslendinga erlendis 4 þús.

Gjöld samkv. 18. gr., eftirlaun og styrktarfé, verða tæpum í þús. kr. undir áætlun.

Gjöld samkv. 19. gr., óviss útgjöld, hafa farið 212 þús. kr. fram úr áætlun, og eru stærstu liðirnir þessir;

Í þúsundum

kostnaður vegna erlendra lána..... 19

Tillag til Eskifjarðarhrepps .......... 20

Greitt fyrir samn. lagafrv. og reglugj. 20

Málfl.-laun ........................... 18

Erlendir gestir ....................... 20

Fálkaorðan ........................... 9

Bifreiðakostnaður stjórnarráðs ....... 12

Ýmsir utanfararstyrkir ............... 24

142

Gjöld samkv. sérstökum lögum, sem ekki hafa verið áætluð í fjárlögum:

Lög 51 '30 um bændaskóla ........... 28 –

– 27 ´31 um innflutning sauðfjár ... 2

Gjöld:I Fjárlög Reikningur

7. gr. vextir .................................................. 1680000.00 1961635.00

8. gr. Borðfé konungs ................. ....................... 60000.00 66932.00

9. gr. Alþingiskostnaður .............. ........................ 245920.00 317060.00

10. gr. I. Stjórnarráðið ................... ........................ 292046.00 443326.00

10. gr. II. Hagstofan ...................... ........................ 66300.00 66635.00

10. gr. III. Utanríkismál ........................................... 149000.00 237484.00

11. gr. A. Dómgæzla ...................... ........................ 1522750.00 1827648.00

11. gr. B. Sameiginlegur kostnaður við embættisrekstur .......... 329000.00 424315.00

12. gr. Heilbrigðismál .................. ........................ 660731.00 684182.00

13. gr. A. vegamál ........................ ........................ 1620077.00 1855067.00

13. gr. B. Samgöngur á sjó ................ ....................... 654200.00 576200.00

13. gr. C. vitamál og hafnargerðir ......... 707250.00 699932.00

13. gr. D. Flugmál ........................ ........................ 11500.00 194.100.00

14. gr. A. Kirkjumál ...................... ........................ 408020.00 410023.00

14. gr. B. Kennslumál ..................... ....................... 1939229.00 2105498.00

15. gr. vísindi, bókmenntir og listir ... ....................... 251660.00 265183.00

16. gr. Atvinnumál ..................... ....................... 4003200.00 4185590.00

17. gr. Styrktarstarfsemi ............... ........................ 1618800.00 1678078.00

18. gr. Eftirlaun ....................... ........................ 386108.00 379526.00

19. gr. Óviss útgjöld ................... ........................ 100000.00 312209.00

Sérstök lög ..................... ........................ .......... 322916.00

Þingsályktanir .................. ........................ .......... 129832.00

væntanleg fjáraukalög .......... ........................ 113894.00

16705791.00 19082565.00

Tekjuafgangur 1199169.00 19635.00

_

Samtals 17904960.00 19102200.00

Lög 60 '32 um kirkjugarða ............2 Lög 80 '38 um vinnulöggjöf ...... ..... 11

- 11 '35 um gjaldeyris- og innfl.n. . 35 - 86 '38 um lífeyrissjóð ljósmæðra . 15

- 93 '35 um eftirlit með skipum og - 100 '38 um iðnaðarnám …….. 3

bátum .....................2 - 10 '39 húsaleigunefnd ....... ..... 6

- 135 '35 framfærslulög . ………….15 - 10 '39 kauplagsnefnd ………... 6

- 71 '36 um kennslu í vélfræði ….. 5 -14 '39 um varnir gegn útbreiðslu

- 85 '36 um meðferð einkamála í garnaveiki ………….. 52

héraði .................... 10 - 37 '39 um ráðstafanir vegna styrý

-57 ´37 um lestrarfélög og kennslu- aldar ................. 30

kvikmyndir ................ 30 301

- 38 '37 um loðdýrarækt ........... 6 Gjöld samkv. þingsályktunum, sem

-70 '37 um verðlag á vörum ...... 36 eins stendur á um:

- 61 '38 um rannsókn á hag togara- Milliþingan. í tolla- og skattamálum 29

útgerðarinnar ............. 7 - í bankamálum ..... 2

Inn: Fjárlög Reikningur

Tekjur samkv. rekstrarreikningi . 1904960.00 19102000.00

1. Fyrningar ...................................................... 343833.00 365000.00

2.Útdrátturbankavaxta-ogveðdeildarbréfa..................... 50000.00 66000.00

3.Endurgreiddarfyrirframgreiðslur.............................. 10000.00 12000.00

4. Endurgreidd lán og andvirði seldra eigna ...................... 50000.00 55000.00

Greiðslujöfnuður 50248.011 1470000.00

Samtals 1840901.00 21070000.00

Út: Fjárlög Reikningur

Gjöld samkv. rekstrarreikningi .............. 16705791.00 19083000.00

Afborganir lána:

1. Ríkissjóður:

a. Innlend lán ............................ 396840.00 445000.00

b. Dönsk 1án .............................. .306487.00 159000.00

c. Ensk lán ............................... 494923.00 572000.00

2. Lán ríkisstofnana:

a. Landssíminn ............................ 215000.00 250000.00

b. Ríkisútvarpið ........................... 75000.00 100000.00

1526000.00

II. Til eignaaukningar ríkisstofnana:

1. Landssíminn .............................. 130000.00 190000.00

2 Ríkisprentsmiðjan ......................... 10000.00 10000.00

3. Ríkisútvarpið og viðtækjaverzlunin ........ 25000.00

4. Tóbakseinkasala ........................... 30000.00

á. Bifreiðaeinkasala ......................... 20000.00

6. Grænmetisverzlun ......................... 68000.00

343000.00

III. Til að gera nýjja vita ....................... 65000.00 100000.00

Iv. Til lögboðinna fyrirframgreiðslna ....... 10000.00 18000.00

Samtals 18409041.00 21070000.00

Milliþingan. í landbúnaðarmálum .... 2

Til alþjóða hafrannsókna ............ 10

Til sundhallar í Reykjavík .......... 83

Kostnaður við rafveitur .............. 4

Aukagreiðslur, sem ekki eru sérstakar lagaheimildir fyrir og verða teknar upp í fjáraukalög:

Greitt vegna Matthíasar-bókhlöðu .... 10

Til Skáksambandsins vegna ferðar til S.-Ameríku ...3

Vilhjálmur Þór, erindrekstur í New York ............ ....14

Auðlindarannsóknir .............................................. 36

Greitt vegna sauðfjárpestar ..................................45

108

Um tekjur ársins er það að segja, að þó að þær hafi ekki orðið miklum mun lægri en árið áður, þá verður eigi að síður að telja, að þær hafi brugðizt að mjög verulegum mun, með tilliti til þess, hve mjög gjöldin hlutu að vaxa við gengisbreytinguna síðastl. vor og síðan vegna ófriðarástandsins, en hinsvegar mátti vænta nokkurrar aukningar teknanna af sömu ástæðum. Í heild hafa tekjurnar árið 1939 samkvæmt því, sem nú er upplýst, orðið 430 þús. krónum lægri en árið 1938. Skattar og tollar hafa orðið 186 þús. lægri, tekjur af ríkisstofnunum 231 þús. og aðrar tekjur í þús. af einstökum tekjuliðum, sem hafa orðið verulegum mun lengri, má nefna: útflutningsgjöld 15 þús., áfengistoll 119 þús., tóbakstoll 364 þús., vörutoll 65 þús., gjöld af innlendum tollvörum 81 þús.. tekjur af áfengisverzluninni 84 þús., tekjur af tóbakseinkasölunni 107 þús. veruleg hækkun hefir hinsvegar orðið á þessum liðum: erfðafjárskatti 39 þús., stimpilgjaldi 91 þús., kaffi- og sykurtolli 131 þús., verðtolli 71 þús., gjaldi af innfl. vörum 213 þús., símatekjum 135 þús., bifreiðaeinkasölu 40 þús. Þess hefði hinsvegar máti vænta, að hækkun á verðtolli og jafnvel einnig gjaldi af innfl. vörum hefði orðið mun meiri, vegna gengisbreytingarinnar og síðan verðhækkunar af öðrum ástæðum, en raun hefir orðið á. Um tekjur áfengis- og tóbaksverzlananna skal þess getið, að frá þeim hefir verið dregið allverulegt gengistap, sem orðið hefir á erlendum skuldum þeirra. Tekjur af útflutningsgjaldi verða væntanlega nokkru meiri en talið er í yfirlitinu um rekstrartekjur.

Þá skal ég að lokum, áður en ég vík að fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1941, gera nokkra grein fyrir skuldum ríkissjóðs í árslokin síðustu, samanborið við árslokin 1938:

1938 1939

Föst innlend lán ... 3822575 kr. 3600000 kr.

Dönsk lán .......... 6117027 - 7940000

Ensk lán ........... 3i600995 – 35780000

(f1426681 1/2) (&1391134)

Lausar skuldir . Samtals 4320694 - 5816000

45861291 kr. 53136000 kr.

Skuldir ríkissjóðs hafa þannig hækkað á árinu um kr. 7275000, og stafar sú hækkun einvörðungu af gengisbreytingunni. En með óbreyttu gengi hefðu þær staðið því sem næst í stað, og þó heldur lækkað.

Lausu skuldirnar hafa hækkað sem næst því sem svarar afborgunum af föstum lánum, og kemur sú hækkun fram í hlaupareikningsviðskiptum við Landsbankann, og verður óhjákvæmilegt að borga þá skuld niður, enda hefir verið svo ráð fyrir gert, að tekið yrði skuldabréfalán innanlands til lækkunar lausum skuldum, samkvæmt heimild, sem gefin var á haustþinginu 1937 til slíkrar lántöku, allt að 3 millj. kr., en eftir eru af þeirri heimild um 2300 þús. En auk yfirdráttarskuldarinnar hjá Landsbankanum eru fleiri lausar skuldir, sem kallað er eftir greiðslu á. 100 þús. punda víxilláninu, sem tekið var í Englandi 1938, var sagt upp um síðustu áramót, og hefir það nú verið flutt yfir í Landsbankann, en greiðslu er krafizt á skuldinni á yfirstandandi. ári eigi að síður. Hluti ríkissjóðs í því láni var í árslok 1938 talinn kr. 821817.00, en við bætist gengistap á allri skuldinni, er nemur kr. 357000.00. Það, sem ráðstöfun þyrfti að gera til þess að greiða af lausu skuldunum, er því:

Greiðsluhalli í ríkisreikningi 1939 kr 1470000.00

Hluti ríkissjóðs í enska víxlinum 821817.00

Gengistap ....................... 357000.00

Samtals kr. 2648817.00

Nú er það að vísu svo, að lántökuheimildin frá 1937 hrekkur ekki til slíkrar lántöku, en þó að úr því mætti að vísu bæta, þá tel ég vonlítið eða vonlaust, að takast mundi að fá slíkt lán innanlands á einu ári.

Hér við bætist svo það, að fjárlögin fyrir árið 1940 voru afgr. á nýafstöðnu þingi með 572599 króna greiðsluhalla. auk þess sem ákveðið var að greiða embættis- og starfsmönnum ríkisins verðlagsuppbót á laun þeirra. Auðsætt er, með hliðsjón af reynslu síðasta árs, að til beggja vona getur brugðið um afkomu ríkissjóðs á yfirstandandi ári, og gæti svo farið, jafnvel þó að heitt væri til hins ýtrasta heimild 22. gr. fjárl. til að lækka ólögbundin útgjöld um allt að 20%, að allverulegur greiðsluhalli yrði á ríkisreikningnum fyrir þetta ár. verðlagsuppbótina er væntanlega ekki varlegt að áætla öllu minni en 350–100 þús., og yrði þá greiðsluhallinn allt að í millj. kr. samkv. fjárlögum, en eins og horfur eru nú í heiminum, er yfirvofandi hætta á því, að flutningar til landsins kunni að teppast að meira eða minna leyti, en því yrði óhjákvæmilega samfara, að tekjur ríkissjóðs hlytu að bregðast að miklum mun. Það verður því að telja mjög óvarlegt að gera ráð fyrir því, að komizt verði hjá því, að greiðsluhalli verði á fjárlögunum, allt að því sem í þeim er áætlað, eða 500 þús. til 1 millj. verður þannig að gera ráð fyrir því, að við þær gjaldföllnu skuldir, sem ég þegar hefi gert grein fyrir, kunni að breytast á þessu ári allt að einni millj. kr., sem úrræði verði að finna til að ráðstafa, eða að þær skuldir verði samtals allt að 31/2 millj.

Þetta var það, sem fjármálaráðuneytið varð að horfast í augu við, þegar það átti að fara að semja nýtt fjárlfrv. fyrir árið 1941. En svo mjög sem allt er í óvissu um afkomu ríkissjóðsins á þessu nýbyrjaða ári, þá er þó allt í enn meiri óvissu um afkomu næsta árs. Það eitt virðist mega telja auðsætt, að fullkomin ástæða sé til þess að gæta fyllstu varúðar í sambandi við afgreiðslu fjárlaganna á þessu þingi. Ég taldi mér því skylt að leitast af fremsta megni við að gera fjárlfrv. þannig úr garði, að komizt yrði a.m.k. hjá greiðsluhalla á árinu 1941.

Ég skal hér geta þess, að í lok síðasta þings, þegar ákveðið hafði verið, að þing kæmi saman aftur að mánuði liðnum, þá var um það talað, að ekki mundu verða tök á öðru en að sníða hið nýja fjrlfrv. mjög eftir fjárlögunum fyrir árið 1940, eins og þau höfðu verið afgreidd af þinginu í janúarmánuði. var það bæði með tilliti til þess, hve naumur tími var til stefnu, og að í rauninni virtust ekki líkur til þess, að menn yrðu nokkru nær um afkomuhorfur ríkissjóðs á árinu 1941 að einum mánuði liðnum en menn voru þá. Hinsvegar breyttist mitt viðhorf til væntanlegrar afgreiðslu fjárl. gersamlega við þá athugun á afkomu síðasta árs, sem gerð var á þeim stutta tíma, og við það að gena mér grein fyrir þeim greiðsluerfiðleikum, sem framundan væru. En af því, hve stuttur tími var til stefnu og að ég var veikur síðustu vikuna fyrir þingsetningu, þá varð það úr, að ég varð að láta frv. fara í prentun án þess að bera það undir samstarfsmenn mína í ríkisstjórninni fyrr en það var fullprentað. Ég hefi þannig verið einn um samningu frv. og ber einn ábyrgð á því. Hinsvegar er ég að sjálfsögðu, eins og ég lýsti þegar yfir á fundi með hinum ráðh., þegar ég lagði frv. fram fyrir þá, reiðubúinn til hins fyllsta samstarfs um afgreiðslu málsins bæði ú heild og í einstökum atriðum.

Til þess að ná greiðslujöfnuði á fjárlögum verður fyrst og fremst að gæta þess, að tekjurnar séu ekki af óvarlega áætlaðar, og síðan að sníða útgjöldunum stakk eftir því. Í fjárlfrv. þessu eru tekjurnar áætlaðar nokkru lægri en í fjárlögum ársins 1940. Aukatekjur eru áætlaðar 100 þús. kr. lægri, eða 500 þús. í stað 600 þús. Þessi tekjuliður varð 662 þús. árið 1939, en gera má ráð fyrir, að með minnkandi siglingum til landsins lækki þær tekjur að verulegum mun. Af sömu ástæðum eru vitagjöld lækkuð niður í 300 þús. úr 390 þús. Þær tekjur urðu að vísu miklu meiri síðastl. ár, en þá gætti siglingateppunnar aðeins síðustu mánuðina. Bifreiðaskattur er lækkaður um 60 þús. og áætlaður 350 þús., vegna þess að gera má ráð fyrir miklu minni skatti af einkabifreiðum, bæði vegna skömmtunar og dýrleika á benzíni. Loks hefir vörumagnstollurinn verið lækkaður um 200 þús., vegna þess að gera verður ráð fyrir allmiklu minni innflutningi á þeim vörum, sem þann toll bera aðallega, svo sem öllum skömmtunarvörum. Tekjur af rekstri ríkisstofnana hafa verið áætlaðar 385 þús. kr. lægri en í fjárlögum 1940, og er þar farið eftir till. forstjóra stofnananna. Hinsvegar geri ég ráð fyrir, að skoðanir gets þó orðið skiptar um einn þeirra tekjuliða, þó að ég hirði ekki um að ræða það frekar að sinni.

Samkvæmt þessu eru rekstrartekjur áætlaðar samtals kr. 17778173.00 í stað kr. 18594830.00 í fjárl. yfirstandandi árs. Hinsvegar voru rekstrarútgjöldin áætluð kr. 17857448.00 í fjárlögum yfirstandandi árs, eða nokkru hærri en tekjurnar í þessu frv. Til þess að ná greiðslujöfnuði á frv. þurfti því að lækka útgjöldin a.m.k. sem svaraði áætluðum rekstrarafgangi ársins 1940, að viðbættum áætluðum greiðsluhalla, eða um 1300 þús., auk áætlaðra útgjalda vegna verðlagsuppbótar embættis- og starfsmanna ríkisins samkvæmt ákvörðun siðasta þings. Við athugun á föstum lánum ríkissjóðs kom hinsvegar í ljós, að fært mundi að lækka áætlun um afborganir af þeim um 258 þús., eða úr kr. 16–16 þús. í 1388 þús. Einnig var komizt að þeirri niðurstöðu, að nægja mundi að áætla 1936178 kr. í vaxtagreiðslur, eða 134 þús. kr. lægri upphæð en á fjárlögum yfirstandandi árs. Það hefir einhverstaðar verið vefengt, að sú áætlun geti staðizt, og ég skal játa það, að sjálfum þykir mér hún grunsamleg. En við ítrekaða athugun hefir ekki tekizt að finna neina skekkju í áætluninni, og hefir henni því ekki verið breytt. Þrátt fyrir þessa lækkun var þó eftir að lækka útgjöldin um 1400 þús. krónur, ef fullur greiðslujöfnuður átti að nást, auk þess sem óhjákvæmilegt kynni að þykja að hækka gjaldaáætlunina á einstökum rekstrarliðum.

Mér þykir það nú allmikilli furðu gegna, ef nokkrum hv. þm. getur komið það til hugar, að ég hefði ekki helzt kosið að geta gert till. um verulegar lækkanir á beinum rekstrarkostnaði ríkisins, svo sem skrifstofukostnaði og öðrum kostnaði við framkvæmdastjórn ríkisins, eins og t.d. útgjöldum 11. gr. fjárl. En við athugun á þeim gjöldum komst ég að þeirri niðurstöða, að það mundi þurfa meiri undirbúning og breytingar á öllu kerfinu en unnt væri að framkvæma í einni svipan. Þegar það er athugað, hvernig þessi gjöld hafa vaxið frá ári til árs, eins og ég gerði grein fyrir í sambandi við umframgreiðslur á 11. gr. og 14. gr., þá er augljóst, að það muni lítið stoða, að reyna að skera þau gjöld niður með einu pennastriki, eins og þegar fyrirskipað var að spara skyldi 10% af starfrækslukostnaði sjúkrahúsanna. Ég skyldi vera manna fyrstur til samvinnu um þær ráðstafanir, sem óhjákvæmilega yrði að gera til að ná þeim tilgangi, en ég er sannfærður um, að þá yrði að byrja á því að gera róttækar breytingar bæði á löggjöfinni og öllu stjórnarkerfinu. En það virðist mér a.m.k. auðsætt, að það væri ekki til annars en svíkja sjálfan sig, að fara að lækka þau útgjöld aðeins „á pappírnum“, án nokkurs undirbúnings.

Mér telst svo til, að útgjöld ríkissjóðs hafi aukizt um allt að 8 millj. á 11 ára tímabilinu 1927–1938, og að meðtöldum afborgunum af lánum um 81/2 millj. vaxtagreiðslur og afborganir hafa hækkað um 1700 þús., dómgæzla og lögreglustjórn um 1150 þús., samgöngumái um 1442 þús., kennslumál um 936 þús., verklegar framkvæmdir um 2550 þús., styrktarstarfsemi um 580 þús. Dómgæzlu og lögreglustjórn væri hægt að lækka með því t.d. að feila niður tollgæzluna, sem mjög hefir vaxið síðustu árin. En verður það talið fært, eins og tekjuöflun ríkissjóðs er nú háttað? Eða að minnka löggæzluna? Eða vill háttvirt Alþingi stíga svo stórt skref til baka í kennslumálunum, að verulegur sparnaður verði að? Eða vill það fella niður alþýðutryggingarnar, sem aðallega valda gjaldaaukningunni til styrktarstarfseminnar? Ég er reiðubúinn til þess að ræða þessar leiðir við háttv. fjvn., en ég geri mér satt að segja litlar vonir um, að samkomulag geti náðst um þær.

Þá eru eftir tveir útgjaldaflokkar, því að væntanlega dettur engum í hug að skera niður vaxta- og afborganagreiðslur, því að hjá því verður ekki komizt að inna þær af hendi, nema þá með þeim hætti, að taka ný lán til að standast þær, og það get ég ekki séð, að fært muni vera, eins og nú er komið. Og ég hefi ekki getað séð möguleika til útgjaldalækkunar í svipinn. sem nokkuð munaði um, aðra en þá, að lækka enn framlög til samgöngumála og verklegra framkvæmda. Og ég er sannfærður um, að greiðsluhallalaus fjárlög verði ekki afgr. að þessu sinni, nema höggvið verði enn í þann knérunn, nema þá aðeins á pappírnum, með því að hækka tekjuáætlunina eða lækka útgjöld, sem vitað er fyrirfram, að ekki muni lækka í framkvæmd.

Ég skal nú minna á það, að á síðasta þingi var gerð veruleg lækkun á framlögum til ýmissa framkvæmda. Framlag til fiskimálasjóðs var lækkað um 350 þús. og fjárveiting til landhelgisgæzlu um 100 þús.; fjárveitingar til samgangna á sjó voru lækkaðar um 270 þús., greiðsla til fiskveiðasjóðs var lækkuð um 30 þús., framlag til verkfærakaupasjóðs var lækkað um 35 þús., til byggingar- og landnámssjóðs um 75 þús., en hinsvegar hækkað framlag til jarðakaupasjóðs um 45 þús. kr. og tekin upp fjárveiting til vaxtagreiðslu af jarðræktarbréfum, 26500.00, og fjárveiting til skógræktar hækkuð um 8 þús. Í frv. fyrir árið 1941 er gert ráð fyrir að fella niður þær 100 þús. kr., sem haldið var eftir af framlaginu til fiskimálasjóðs, og er raunar ekki gert ráð fyrir, að til greiðslu á því komi á yfirstandandi ári. Í því frv. er einnig gert ráð fyrir, að felld verði niður fjárveiting til að byggja nýja vita, en til þess eru áætlaðar á yfirstandandi ári 65 þús. Enn er gert ráð fyrir að lækka fjárveitingu til byggingar verkamannabústaða um 130 þús. kr., að lækka fjárveitingu til hafnargerða um 58 þús., til bryggjugerða og lendingarbóta um 54 þús., og að fella niður fjárveitingu til undirbúnings friðunar Faxaflóa, 40 þús., og fjárveitingu til fiskifulltrúa í Miðjarðarhafslöndum, 10 þús. Þannig hafa ýmist verið samþykktar eða ráðgerðar lækkanir á fjáveitingum til þarfa sjávarútvegs og sjávarsíðu manna, er nema a.m.k. allt að millj. kr., og þar af er um helmingurinn ákveðinn í fjárl. yfirst. árs, en um hinn heiminginn eru gerðar till. í fjárlfrv. 1941. Hinsvegar hafa til þessa sama og ekkert eða alls ekkert verið lækkaðar fjárveitingar til landbúnaðarframkvæmda. Og það er fyrst nú í þessu frv., sem till. eru gerðar í þá átt, svo að nokkru nemi.

Það hefir verið gert mikið veður út úr því, að ég hafi í þessu frv. gert till. um, að framlög til landbúnaðarframkvæmda yrðu lækkuð um allt að 900 þús. kr. Þessar till. hefi ég gert, það er rétt. En ég tók það strax fram, þegar ég lagði frv. fram á ráðherrafundinum, að þær till. bæri fyrst og fremst að skoða sem ábendingu um þá möguleika, sem ég sæi til þess að lækka útgjaldabálk fjárlaganna, svo að nokkru verulegu næmi, og von gæti verið um, að fjári. yrðu afgr. greiðsluhallalaus eða því sem næst. Úr hinu hefir verið minna og raunar alls ekkert gert, að í frv. eru einnig till. um að lækka framlög í þágu annara atvinnuvega, eða sem þá menn snerta, er aðra atvinnuvegi stunda, um allt að 500 þús. kr. í ofanálag á álíka lækkanir á þeim framlögum, sem samþykkt voru á síðasta þingi. Um þá hlið málsins hefir verið svo vandlega þagað sem frekast var unnt.

Ég hefi lagt til eða bent á þá möguleika, að lækka fjárveitinguna til nýbýla og samvinnubyggða um 103 þús. kr., niður í 50 þús. kr., að gjöld skv. jarðræktarlögunum verði lækkuð um 380 þús., eða niður í 225 þús. kr., að framlög til byggingar- og landnámssjóðs og byggingarstyrkja verði lækkuð um 100 þús., eða niður í 150 þús. (2 X 75 þús.), framlag til jarðakaupasjóðs um 65 þús. og framlag vegna mæði- og garnaveiki um 190 þús. Þetta eru samtals 840 þús. kr., og býst ég þá við, að níunda hundraðið teljist fyllt með till. um niðurfellingu á fjárveitingunni til fyrirhleðslu á vatnasvæði Þverár og Markarfljóts. Nú skal ég geta þess, að um allt þetta var rætt á síðasta þingi, nema e.t.v. lækkunina á fjárframlögum vegna sauðfjárpestanna. Það var rætt um þessa möguleika í fullri alvöru og með það fyrir augum, að e.t.v. yrði ekki hjá því komizt að hníga að þeim. Og það var fullkomlega „tekið í mál“, engu síður af fulltrúum sveitanna en öðrum. Þá þótti hinsvegar ekki tiltækilegt að lækka nýbýla- og jarðabótastyrkinn vegna þess, að búið væri að vinna svo mikið að þessum framkvæmdum í trausti þess, að styrkir yrðu veittir á yfirstandandi ári, og því yrði ekki komizt hjá að inna þá af hendi. Hitt kom í rauninni öllum saman um, að allar slíkar framkvæmdir hlytu að falla niður að mestu leyti á næstunni, sakir dyrleika og vöntunar á þeim efnivörum, sem til þeirra þyrfti, svo sem byggingarefni og áburði. Og í bréfi til fjármálaráðuneytisins nú fyrir skemmstu lætur búnaðarmálastjóri þá skoðun í ljós, að allar jarðræktarframkvæmdir aðrar en framræsla hljóti að falla að mestu leyti niður um sinn. Og þetta skildist mér, að myndi eiga jafnt við um nýbýli og samvinnubyggðir eins og um jarðræktarframkvæmdir samkvæmt jarðræktarlögunum. En hinsvegar er mér kunnugt um, að yfirleitt allir, sem skyn bera á þessi mál, eru sömu skoðunar og búnaðarmálastjóri um þetta. Nú getur að vísu verið, að eitthvað hafi verið unnið að því að koma upp nýbýlum, í trausti til styrkja í framtíðinni, en til þeirra hluta eiga þá líka að vera handbærar 175 þús. kr. á þessu og næsta ári. En sé um meiri skuldastofnanir að ræða vegna slíkra framkvæmda, því virðist hugsanlegt að þær skuldir gætu fengið að standa áfram í eitt ár þar, sem þær nú kunna að vera niður komnar. Um jarðabótastyrkinn ætti þessu hinsvegar ekki að vera til að dreifa, því varla kemur til mála, að unnið hafi verið fyrir meiri styrkjum en fjárveiting yfirstandandi árs hrekkur fyrir. Styrkir til framræslu hafa hinsvegar verið svo litlir til þessa, að þó að þeir fimmfölduðust, þá nægir ráðgerð fjárveiting til að standa straum af þeim. Um byggingastyrkina virðist mér, að mjög svipuðu máli muni gegna. Um byggingar- og landnámssjóð skal ég geta þess, að á síðasta þingi var komin fram till. í fjvn. um að lækka framlagið til hans eins og farið er fram á í frv. En yfirleitt verður að gera ráð fyrir því, að allar byggingarframkvæmdir falli að mestu niður í nánustu framtíð, sakir efnisskorts og dýrtíðar. Um framlagið til jarðakaupasjóðs er þess að geta, að hækkun þess á fjárlögum yfirstandandi árs var gerð alveg af sérstökum ástæðum, og ekki tilgangurinn að hún héldist áfram. Þá hafði mér skilizt, að gert væri ráð fyrir því, að kostnaður vegna mæðiveikinnar mundi geta lækkað á næsta ári. Og samkvæmt upplýsingum, sem ég hefi fengið, er allt í óvissu um það, hvað hægt verði að gera til varnar gegn garnaveikinni, sökum vöntunar á bólusetningarlyfi því, sem varnirnar byggjast aðallega á. Hinsvegar er það að sjálfsögðu til athugunar, hvað fært þykir að lækka þessi fjárframlög. Um fyrirhleðsluna á vatnasvæði Þverár er aðeins það að segja, að ég hugði, að orða mætti það, að fresta þeirri framkvæmd aðeins um eitt ár. Og sama er að segja um vegargerðina á Krísuvíkurleiðinni, sem lagt er til, að frestað verði framkvæmd á á árinu 1941, og virðist sú vegargerð enn eiga svo langt í land hvort eð er, að það geti ekki skipt neinu aðalmáli, þótt henni væri frestað í eitt ár.

Af öðrum breytingum, sem gerðar eru í frv., er rétt aðeins að geta þess, að styrkir til skálda og listamanna hafa verið teknir aftur upp í 15. gr. með nokkrum breytingum frá því, sem áður var, og einnig frá því, sem menntamálaráð hefir ákveðið. Mér virtist svo lítt úr því skorið á síðasta þingi, hvort þingið vildi fella þessa styrki úr fjárlögunum eða ekki, þar sem niðurfellingin var samþykkt með aðeins 22 atkv. gegn 21, að rétt væri að láta það koma aftur undir atkvæði, en um það læt ég að öðru leyti skeika að sköpuðu.

Aðrar smávægilegar breyt., sem í frv. felast. sé ég ekki ástæðu til að gera að umtalsefni að þessu sinni. Þar er um að ræða ýmsar smærri breyt. á gjaldaáætluninni, eftir því sem rök hafa þótt vera til að gera. En yfirleitt verð ég að játa það, að gjöldin eru svo lágt áætluð, að gæta verður ýtrustu varúðar, ef sú áætlun á að geta staðizt, og gefur hún þannig fullt tækifæri til þess, að reynt verði á það, hversu vel megi takast að lækka starfræksluútgjöldin í framkvæmdinni.

Ég skal svo að lokum aðeins taka það fram, að skv. frv. eru rekstrarútgjöldin áætluð kr. í 16952653.00, en tekjur kr. 17778173.00, og rekstrarafgangur því kr. 825520.00, en greiðsluhalli verður þá kr. 169953.00. Tilsvarandi tölur í fjárlögum yfirstandandi árs eru: rekstrarútgjöld kr. 17857??.00, tekjur kr. 18594830.00, rekstrarafgangur kr. 737382.00, en greiðsluhalli 512599.00. Rekstrarútgjöldin hafa þannig verið lækkuð um 900 þús. krónur, þrátt fyrir það, að gert er ráð fyrir nýjum útgjaldalið, að upphæð 500 þús. krónur.