22.04.1940
Efri deild: 44. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 721 í B-deild Alþingistíðinda. (1812)

70. mál, verðlagsuppbót á laun embættismanna og starfsmanna ríkisins og ríkisstofnana

*Frsm. (Magnús Jónsson):

Út af ræðu hæstv. viðskmrh. vil ég taka það fram, að mér finnst lítið bætt úr skák, þó að bætt verði við brtt. hv. 1. þm. N.-M. orðunum „og opinberum stofnunum“. Mér finnst það svo óákveðið. Hvað geta t. d. talizt opinberar stofnanir? Útflutningsnefndin, heyrir hún t. d. til opinberra stofnana? Ég veit það ekki. Eða eru það eitt opinberar stofnanir, sem settar eru á stofn með sérstökum lögum? Þetta þarf að liggja skýrt fyrir, ef gagn á að verða að þessari vatill. hæstv. ráðh. Ég fyrir mitt leyti held, að þetta verði alltaf hálfóákveðið og meiri ósanngirni, sem kemst inn í frv. með þessu, en þó að brtt. fjhn. verði samþ.