23.04.1940
Sameinað þing: 22. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 739 í B-deild Alþingistíðinda. (1838)

70. mál, verðlagsuppbót á laun embættismanna og starfsmanna ríkisins og ríkisstofnana

*Jón Pálmason:

Ég vil aðeins segja nokkur orð út af því, sem hv. 1. þm. Reykv. sagði um framkvæmd þessarar till. Mig undrar, að hv. þm. skuli ekki skilja, að hægt er að nota skattaframtal við þetta. Í till. er aðeins átt við 8000 króna hámarkið. Núna, þegar þetta kemur til framkvæmdla, stendur hinsvegar svo heppilega á, að við höfum við höndina nýtt skattaframtal fyrir árið 1939. Þeir, sem hafa haft meiri tekjur en 8000 krónur 1939, fá enga uppbót fyrr en næsta ár, ef þeir reynast þá hafa lækkað í launum af einhverjum ástæðum. Ég veit ekki, hvað menn vilja hafa þetta einfaldara.