01.04.1940
Neðri deild: 27. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 746 í B-deild Alþingistíðinda. (1854)

16. mál, vegalög

Frsm. (Gísli Sveinsson):

Ég tel sjálfsagt að ljúka þessari umr. nú og atkvgr. sömuleiðis, þar sem allar brtt. hafa verið teknar aftur til 3. umr. Gangi þær aftur þá, mun ég sem frsm. samgmn. gera þeim einhver skil.

Hvað snertir ræðu hv. þm. Borgf., skal ég taka það fram, að við hana hefi ég margt að athuga. Hún var sannarlega meira flutt af kappi en forsjá. Hinn ruddi vegur, sem hann var að tala um, mun frekar geta kallazt óvegur en vegur. Annars vil ég segja hv. þm. það, að n. tók upp þann veginn, sem vegamálastjóri taldi hafa meiri þýðingu, en frestaði að taka hinn, sem hann taldi skaðlaust, að biði enn, án þess að vera tekinn í tölu þjóðvega.

Að síðustu vil ég svo leggja áherzlu á það, að gengið verði til atkv. nú þegar um frv. og brtt. n.