02.04.1940
Neðri deild: 28. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 748 í B-deild Alþingistíðinda. (1867)

16. mál, vegalög

*Frsm. (Gísli Sveinsson):

Herra forseti! Ég lit svo á, að þetta sé ekki réttur gangur í málinu nú. Ég tel, að það sé með þeirri samþykkt, sem nú var gerð, þegar búið að ákveða frvgr. eins og hún er nú stíluð, og þar geti ekki komið neitt krull til greina með að kljúfa úr frv. vissan hluta á þennan hátt við atkvgr., því að á sama hátt gæti hver sem vill af þeim, sem tekið hafa aftur sínar brtt., komið með þær til þess að fá þær samþ. Því að hvorki þessi brtt. né aðrar falla inn í frv. nú, breytt frá því sem það var áður. Og hið rétta form á þessu er, að allar frekari breyt. bíði til 3. umr., enda er engu sleppt með því. Þetta hafa hv. þm. líka gengið inn á, bæði af formlegum og efnislegum ástæðum, þar sem þegar er tekið upp í brtt. n. eitthvað frá hverjum af því, sem flestir hv. tillögumenn báru fram, undir a-lið brtt. á þskj. 261 við frv. nr. 16, sem nú hefir verið samþ.

Annað, sem kemur til atkv. við 3. umr., sem þarf að orðast um, fellst ég ekki á f. h. n., að verði borið upp þannig.