02.04.1940
Neðri deild: 28. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 748 í B-deild Alþingistíðinda. (1868)

16. mál, vegalög

Forseti (JörB):

Þetta er ekki stórvægilegt atriði. Og ef hv. þm. hefðu ekki tekið aftur sínar brtt., þá mundi maður hafa borið brtt. upp á þennan hátt, og séð svo til, að þær, sem samþ. hefðu verið af þeim, hefðu komið á rétta staði í frv.

Hv. flm. (PO) getur að vísu tekið aftur till. sína og borið hana fram sem brtt. við 3. umr. En vitanlega mundi hún þó koma á sama stað inn í frv. sem ég ætla að setja hana nú. Í svona kringumstæðum er ekki hægt að hafa slíkt öðruvísi en ég hefi nú tekið fram. Og till., ef samþ. verður, mundi koma undir rómv. IV í brtt. n. Og hv. þm. V.-Sk. má vera viss um, að séð verður um, að það verði gert á réttan hátt.