12.04.1940
Neðri deild: 34. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 749 í B-deild Alþingistíðinda. (1874)

16. mál, vegalög

*Frsm. (Gísli Sveinsson):

Herra forseti! Ég sé, að þskj. við þetta mál eru með öðrum hætti á dagskránni í dag en þau voru í gær. Nú vissi ég ekki til þess að málið væri tekið fyrir í gær, enda þó að það væri á dagskrá.

Ég sé, að við frv. eru miklu færri brtt. en taldar voru í gær, og sé ég ekki, hvernig þetta má verða, það þarf a. m. k. skýringar. Að því er snertir málið sjálft, þá er því svo farið, eins og ég gat um við 2. umr., að eftir allmikla vinnu í n. og viðræður við vegamálastjóra þá höfum við komizt að þeirri niðurstöðu, að réttlátt væri að taka upp í tölu þjóðvega nokkra af þeim vegum, sem getið er um á þskj. 261, en það er nál. samgmn. En allar þær brtt., sem fram eru komnar frá einstökum hv. þm., er vitanlega ekki hægt að taka til greina, því að þm. eru meira og minna aðgangsfrekir, þegar farið er að bera fram brtt. við vegalögin, og það virðast næstum engin takmörk fyrir því, hvað þm. leyfa sér að koma fram með af brtt., einkum eftir að einn er byrjaður að koma með brtt. Það er þá sem sagt engin leið að komast út úr því öllu í einu lagi, nema annaðhvort með því að hundsa allt, sem fram kemur af brtt., eða þá hitt, að vinza nokkuð úr þeim. Hér er þó farin sú leiðin, að vinza úr það, sem n. þótti mestu máli skipta og nauðsynlegast er að framkvæma. Eins og nál. og brtt. á þskj. 261 bera með sér, þá er hér ætlazt til, að 2. gr. vegalaganna orðist á þann hátt, að bætt sé inn nýjum vegum í tugatali. Það mætti nú sýnast, að það væri nógu langt gengið, með því að reynslan hefir sýnt, að ekki hefir verið hægt að veita fé til þeirra vega allra, sem teknir hafa verið upp í tölu þjóðvega. Það eru vitanlega takmörk fyrir því, hvað mikið fé er hægt að veita árlega í þessu skyni, og þó að vegir hafi verið teknir upp í tölu þjóðvega, þá er það engan veginn skuldbundið, að til þeirra skuli leggja fé, það verður að vera eftir því sem fé er veitt til þess á fjárl. Þess vegna mætti segja, að það gæti ekki verið mikið keppikefli fyrir hv. þm. að þvinga inn till., sem gefið er, að ekki verður veitt fé til á næstu árum. Það er því mjög sennilegt, að eitthvað annað liggi til grundvallar hjá hv. þm. en að sjá vegunum farborða. Það má gera ráð fyrir því, að hv. þm. þyki það ekki svo lítils virði að geta sagt við kjósendur sína: „Nú eru þessir vegir komnir í tölu þjóðvega.“ Vitanlega hefði samgmn. óskað þess, að þm. hefðu athugað þetta sjálfir og gert upp við sig í samráði við vegamálastjóra, hvaða vegi mætti helzt taka upp í tölu þjóðvega, og hefði það þá máske orðið til þess, að meira samræmi hefði orðið í till. þeirra. Ég vil ekki aðeins óska þess, að þeir taki sínar brtt. aftur, heldur vil ég fyrir hönd n. skora á þessa hv. þm. að taka aftur sínar brtt. og láta þar við lenda sem hér er orðið. Enda munu þeir hv. þm., sem hér slanda að brtt., yfirleitt hafa lýst yfir, að þeir taki brtt. sínar aftur eða muni gera það við þessa umr. Og ég get lýst því yfir, að það hefir ekki verið neitt meira tekið til greina, sem komið hefir fram í brtt. samgmn.manna sjálfra, heldur en annara hv. þm. Það hefir verið reynt að taka upp í till. n. jöfnum höndum till. varðandi hin ýmsu héruð hér á landi, sem við könnun hefir talizt að megi takast inn um nokkurt árabil. Því að það er fullvíst, að ekki er hægt að ætlast til þess, að á hverju ári sé svo ástatt, að till. héðan og þaðan um nýja upptöku vega í tölu þjóðvega verði teknar til greina, hvorki af ráðamönnum framkvæmdarvaldsins né heldur af þeim n., sem um það mál fjalla með nokkurri ábyrgð í hæstv. Alþ. Hitt kann vel að vera, að einstakir hv. þm. telji sér ekki skylt að líta þannig á málið. En n. lítur þannig á, að þessi mál beri að líta á með fullri ábyrgðartilfinningu, enda þótt ekki verði með því móti allar till. teknar til greina.

Eins og hv. þm. sjá, er hér bunki af till. frá hv. þm., sem að vísu hefir rýrnað nokkuð í meðförunum síðan við 2. umr. og þangað til í dag. En það lasta ég ekki, að sumar brtt. eru ekki komnar á dagskrá nú, og verða því aldrei greidd atkv. um þær. En þær eru nógu margar eftir samt, og þær eru svo vaxnar að áliti n., að engin þeirra ætti að takast til greina, — ekki þær, sem enn lafa á dagskránni. Svo að enn gildir það, að þó að þessar eftirhreytur séu á dagskrána settar, sem hér hefir orðið, þá er n. á einu máli um að líta þannig á, að breyt., sem voru á þskj. nr. 261 og nú eru komnar inn í frv., sem er á þskj. nr. 323, — að þessar frvbreyt. séu svo víðtækar, að ekki nái nokkurri átt að knýja nú fram við frv. enn fleiri breyt. Það var svo við 2. umr. þessa máls — ég leyfi mér að segja það fyrir hönd n. — að þannig var farið að, sem hvorki ég né n. getum viðurkennt, að hafi verið réttmætt. Þá var þröngvað inn í frv. með aðstoð hæstv. forseta einni brtt., sem að réttum dómi var raunverulega búið að fella þá við atkvgr. Þá var málið þannig vaxið, að frv. það, sem hér er tekið tillit til, lá þá til grundvallar á þskj. 16 frá hv. þm. Borgf. (PO).. Og það frv. hljóðaði um, og var allt þar með talið, till. um breyt. á vegal. í þrennu lagi, þar sem þremur nýjum vegum á að bæta inn í tölu þjóðvega. Nú var af þessum till. tekin til greina ein till., svo nefnd Grímsárbraut; hún var tekin inn í frv. með samþykkt brtt. samgmn. undir nafninu Bæjarsveitarvegur. En það virtist svo sem þessum hv. þm. nægði þetta ekki. Þessi hv. þm., þm. Borgf., er nú form. fjvn., og hann þykist kannske vita deili á því, að nóg séu nú fjárráð landsins til þess að auka kostnað ríkisins óútreiknanlega mikið. Þessi hv. þm. hafði, að því er virtist, talið forseta trú um, að vel mætti bera upp einn lið frv., þó að búið væri að fella þetta frv. hv. þm. Borgf. með því að setja annað í þess stað, eins og greinir á þskj. 261, þar sem er borin fram brtt., þar sem allt frv. er fellt úr gildi eða því vikið til hliðar með þeirri höfuðbreyt., sem gerð er á því þskj., þar sem ekki aðeins þessi vegur, sem ég nefndi, var samþ., heldur allir vegirnir, sem n. tók til greina. Þannig var þá raunverulegu frv. á þskj. 16 úr sögunni, þegar búið var að fella þetta frv. og annað komið í staðinn fyrir það. En þá skeður það, að hæstv. forseti tekur, vafalaust eftir áróðri hv. þm. Borgf., það til bragðs að vilja bera upp til atkv. einn lið í þessu frv., sem raunar var komið fyrir kattarnef, og tekur fyrir, að því er virðist af handahófi, fyrsta lið frv., og hann er samþ. Hv. þm. Borgf. hefir vafalaust lagt á það ríka áherzlu að þvinga inn ekki aðeins Bæjarsveitarveginn, heldur líka, að Lundarreykjadalsvegur skyldi koma inn á þennan hátt, enda þótt hann væri fallinn. Þetta gat hv. þm. Borgf. látið gera. Þetta var eina till., sem var þvinguð inn, en var áður raunverulega fallin. Hinar till. voru ekki fallnar. En þessar till. á þskj. 16 varð allar að taka upp og orða um og bera fram síðar við 3. umr., ef rétt hefði átt að að fara. Og það kemur í ljós, að í millitíðinni er hv. þm. Borgf. ekki ánægður. Hann er búinn að fá Grímsárbraut samþ. og þvinga inn Lundarreykjadalsveg. En hann er enn ekki ánægður, heldur kemur hann enn með þann veginn, sem er sjálfdæmdastur af þessum þremur vegum og jafnvel af öllum vegum, sem till. hafa komið um. Þá fer hann aðra leið, því að hann mun ekki hafa búizt við, að hæstv. forseti bæri upp Akranesveginn. Og mér er óskiljanlegt, hvers vegna forseti gerði það ekki, til þess að frv. gæti þá komið allt til atkvgr. og orðið samþ., sem búið var að feila allt í heild! — Hv. þm. Borgf. átti ekki nema þrjár till. um vegi og vill fá þær allar samþ. Á sama hátt gætu allir hv. þm. sagt: Það er tekinn upp af mínum till. einn vegur, — hvers vegna skyldi ég þá ekki líka fá samþ. annan veginn og þriðja veginn? Það hvílir ekki aðeins ábyrgð á samgmn. í þessu efni, heldur og á hv. þm. Og það kemur úr hörðustu átt, er sjálfur form. fjvn. beitir svo þvingun í málum sem hann hefir gert í þessu efni.

Samgmn. mun yfirleitt greiða atkv. á móti öllum brtt. öðrum en þeim, sem komnar eru inn í frv. Og þó að svo sé, að þar sé kominn inn einn vegur, sem n. ekki ætlaðist til, að þangað kæmist, þá verður að treysta því, að hv. Ed. lagfæri það.