12.04.1940
Neðri deild: 34. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 753 í B-deild Alþingistíðinda. (1877)

16. mál, vegalög

Jörundur Brynjólfsson:

Herra forseti! Hv. 8. landsk. hefir nú vikið að þeirri brtt., sem ég er meðflm. að ásamt honum og hv. 2. þm. Árn., og ég hefi engu þar við að bæta um nauðsyn þeirrar ákvörðunar, að vegur verði þarna lögboðinn. Það er að vísu sýsluvegur þarna austur í Partana með sjó, en óhentugur og kemur ekki að fulli gagni, t. d. næst alls ekki eftir þeim vegi til þeirra engilanda, sem nauðsyn ber til, og kemur heldur ekki að fullum notum fyrir bæina, sem þarna eru austur frá. Ég mundi, þrátt fyrir þá nauðsyn geta fallizt á það fyrir mitt leyti, að þessi brtt. yrði tekin aftur, svo það verði ekki málinu að falli, en get ekki gert það, nema meðflm. mínir fallist á þá ákvörðun.

Ég ætla svo að víkja lítils háttar að því, sem hv. frsm. samgmn. sagði hér um meðferð þessa máls við 2. umr. Hann veik að því, hver vandi væri á höndum með afgreiðslu þessa máls, og ef samþ. væru margar brtt., gæti það orðið málinu að falli. Þetta efast ég ekki um, að sé rétt, og ég skil þá afstöðu samgmn., að það sé mjög miklum erfiðleikum bundið að gera mönnum til hæfis og ganga svo frá þess máli, að menn geti nokkurn veginn vel við unað, en að málið gangi þó fram. Það er sízt of mikið úr því gert, sem hann sagði um það efni. Hinsvegar, þó að þessi vandi sé fyrir hendi, er samt ekki hægt að taka ráðin af hv. þm. um afgreiðslu slíkra mála frekar en annara mála, þannig að þar verða þeir að njóta atkvæðisréttar síns um það, sem þeir vilja samþ. eða fella af þessum till., þó að það hinsvegar geti vel verið, að það sé ekki hyggilegt, að halda til streitu sumum till., sem fram hafa komið um þetta mál.

Viðvíkjandi svo þeim atriðum, sem hv. frsm. samgmn. veik að um meðferð málsins við 2. umr., sem mér virðist hann telja alveg fráleita, og að engin dæmi væru til að haga þannig málsmeðferð við atkvgr., að tekið hefði verið atriði úr frv., sem hann telur að fallið hefði verið með samþykkt till. n., og sem ekki hefði því verið þingsköpum samkvæmt og því fráleitt, þá hefi ég það þar til að segja, að vera má, að ef maður vildi nota sér ýtrasta form til þess að tefla málum fram á fremstu nöf til þess að koma þeim fyrir kattarnef, tefla þeim kannske framar heldur en svo, að auðvelt væri að rökstyðja það, þá getur verið, að fundizt gæti forseti, sem hefði gert það. Það læt ég mig litlu máli skipta. En út af því, sem hv. þm. V.-Sk. lét orð hér falla um meðferð annara till., sem voru niður felldar við þessa umr., vil ég segja, að mér þótti vænt um, að hann leit þar sömu augum á málið og ég um, hvað heimilt hefði verið í því sambandi. Hann taldi, að ef flm. slíkra till. hefðu verið samþykkir því, þá hefði mátt bera þær upp við umr. Nú höfðu verið tekin úr þeim till. ýms atriði og samþ. með brtt. n., og þá áttu ekki lengur við hvað formið snerti þau atriði brtt., sem nefndin tók ekki upp í till. sínar. Allt þetta var mér ljóst, þegar umr. hófst um málið, og einmitt fyrir það tók ég fram, að þar sem svo sérstaklega stæði á um það, hvernig þessu máli væri háttað, þá skoðaði ég meðferð þess svo hér við umr. og atkvgr., að ef einhverjir hv. þm. héldu fram sínum brtt. við umr., þá mundi ég ekki sjá mér annað fært heldur en verða við óskum þeirra um að bera upp slíkar brtt., og að það, sem á skorti um form á þeim með tilliti til hinnar nýju gr., sem samgmn. hefir samið, yrði lagfært með breyt. við endurprentun og það skoðað sem hver önnur „redaktions“-breyt. Allir hv. þm. virtust mér sammála um þetta. Og mér þykir vænt um, að einmitt hv. þm. V.-Sk. hefir fallizt á þessa skoðun og lýst hana rétta og löglega, og að hann álítur, að allir hv. þm. hefðu átt rétt á að heimta slíkt viðvíkjandi sínum brtt., ef þeir hefðu óskað. En nú kom ekki til þeirra kasta um þetta efni, því að allir hv. þdm. tóku aftur sínar brtt., sumpart algerlega og sumpart til 3. umr., svo að þessa meðferð þurfti ekki að viðhafa um þessar brtt. Þá eru aðeins þau málsatriði, sem varða hv. flm. upphaflega frv., ein eftir. Brtt. n. var að vísu stíluð við hans frv., og hefðu þau málsatriði verið á annan veg heldur en eins og á stóð, mundi ég heldur ekki hafa séð mér fært að bera upp eina till. úr hans frv., sem samgmn. hafði ekki tekið upp í sínar till. Það var líka minni þörf á þessu, þar sem um 2. umr. var að ræða, og einmitt vegna þess fór ég fram á það við hv. þm. Borgf. að taka aftur þessi atriði til 3. umr. og flytja þá brtt. við frv. En hv. þm. Borgf. taldi um eitt atriði í sínu frv., einn liðinn, svo miklu máli skipta fyrir sig að sjá, hvernig viðhorf d. væri til hans við þá umr., að hann óskaði mjög eindregið eftir því, að atkv. væru látin skera úr um þetta atriði. Ég býst við, að það hefði alls ekki verið hægt að segja, að neinn réttur hefði verið brotinn á hv. þm. Borgf., þó að ég hefði ekki orðið við þeim tilmælum við 2. umr., að bera þennan lið upp, heldur látið það bíða til 3. umr. En það er ekki vani minn að beita harðræði við hv. þm. að óþörfu, ef mér finnst, að það, að láta að óskum þeirra, komi ekki í bága við þær reglur, sem gilt hafa hér á Alþ., og þá vil ég ekki synja þeim um óskir þeirra, óskir, sem þeir eiga í höfuðatriðum rétt á, og fyrir það varð ég við þessum tilmælum hv. þm. Borgf.

Nú þegar svona stendur á, eins og um þetta mál, að smáatriðum er þannig skipað, þá finnst mér fjarri öllu lagi, að flm. frv., sem er svona vaxið eins og þetta frv. var, að efni þess var nákvæmlega sama eðlis og mörg atriði í brtt. hv. þm. við frv., þá finnst mér ekki ná nokkurri átt, að flm. frv. hafi miklu minni rétt um afgreiðslu sinna till. heldur en aðrir hv. þm. um afgreiðslu þeirra till., sem þeir báru fram við þetta sama frv. Og að brtt., hvort sem heldur hún er flutt af hálfu n. eða einstakra hv. þdm., sem útilokar viss atriði í hinu upphaflegu frv., eigi að geta gert það að verkum, að flm. þess frv. eigi að hafa minni rétt til að halda sínum till. fram til atkvgr. heldur en allir aðrir hv. þdm., sem brtt. kunna að gera við málið, það get ég ekki fallizt á. Ef slíkt væri látið gilda, væri það nýr háttur um afgreiðslu mála hér á hæstv. Alþ. Venjan hefir verið sú, að láta ganga til atkv. um hvert málsatriði, svo að skoðanir manna gætu notið sín alveg án tillits til þess, hver flytti.

Þegar nú hv. þm. V.-Sk. finnur ekki aðrar ást:eður til rökstuðnings máli sínu en fram hafa komið, þá held ég, að ekki sé ástæða til að fjölyrða frekar um þingskapabrot. Ég vænti svo, að það, sem við kunnum að líta misjafnlega á þetta atriði, verði ekki meira ágreiningsatriði en þegar er orðið, og frá minni hálfu er engin þekkja vegna þeirra atburða, sem hér hafa orðið. Ég tel hv. þm. ekki hafa gætt þess sem skyldi, hvernig málið er vaxið, og því lagist það, sem okkur ber á milli, er hann athugur málið nánar.