15.03.1940
Sameinað þing: 7. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 793 í B-deild Alþingistíðinda. (1952)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o.fl.

*Brynjólfur Bjarnason:

Herra forseti! Það gerðist hér í gær í þessum húsakynnum sá atburður, sem ég vildi, að mætti festast í þingsögunni.

Það var hér í einu hliðarherberginu, að hæstv. forsrh. gekk að mér og sló mig í andlitið. Hann mun hafa verið mjög reiður vegna orðaskipta, sem ekki eru þó svo stórvægileg, að þau séu í frásögur færandi.

Út af þessu vildi ég spyrja hæstv. ráðh., sem sæti eiga í ríkisstj. með forsrh., hvort þeir vildu ekki sjá til þess, að þm. gætu gengið um húsakynni Alþ. nokkurn veginn óhultir fyrir geðofsa hæstv. forsrh.