24.04.1940
Sameinað þing: 25. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 804 í B-deild Alþingistíðinda. (1983)

Þinglausnir

Forsrh. (Hermann Jónasson):

Alþingi hefir nú lokið störfum sínum og hefi ég því aflað mér heimildar til að slíta Alþingi.

Samkvæmt ályktun Alþingis 10. apríl fól þingið ráðuneyti Íslands að fara með konungsvaldið, og hefi ég móttekið bréf þar að lútandi:

„Ráðuneyti Íslands, handhafi konungsvalds, gerir kunnugt:

Að það veitir hér með forsætisráðherra, Hermanni Jónassyni, umboð til þess í nafni ráðuneytisins að segja Alþingi slitið, er það hefir að þessu sinni lokið störfum sínum.

Gert í Reykjavík, 23. apríl 1940.

Hermann Jónasson.

Eysteinn Jónsson. Jakob Möller.

Ólafur Thors. Stefán Jóh. Stefánsson.

Hermann Jónasson.

Bréf

ráðuneytis Íslands, handhafa konungsvalds, um þinglausnir.“

Það eru nú liðin 1010 ár síðan Alþingi Íslendinga var stofnað, og er þetta 55. löggjafarþing síðan Alþingi var endurreist. —

Ég leyfi mér samkvæmt því umboði, er ég áðan las, að segja Alþingi slitið.

Ég vil biðja alþingismenn að minnast ættjarðar vorrar, Íslands, og hans hátignar konungsins með því að rísa úr sætum sínum.

Þingheimur stóð upp, og aldursforseti, Ingvar Pálmason, mælti: „Lifi Ísland!“

Tóku þingmenn undir þau orð með ferföldu húrrahrópi.

Var síðan af þingi gengið.