27.02.1940
Sameinað þing: 3. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 32 í B-deild Alþingistíðinda. (20)

1. mál, fjárlög 1941

Jón Ívarsson:

Einn hinn merkasti viðburður hvers Alþ. er þegar fjmrh. birtir skýrslur um afkomu ríkisins á liðnu ári, og er fáu veitt eins mikil og almenn athygli, sem vonlegt er.

Tekjur ríkisins og gjöld og afkoma öll eru líka þau atriði, sem hverjum gjaldþegn þjóðfélagsins er skylt að gera sér grein fyrir og skapa sér skoðun á.

Annað atriði viðkomandi fjármálum og afkomu þjóðarheildarinnar er einnig mörgum mjög hugleikið og vekur mikla eftirtekt, en það er hversu viðskiptareikningur þjóðarinnar gagnvart útlöndum stendur við lok hvers árs, þ.e. hver inn- og útflutningur hefir orðið og hverjar breyt. hafa orðið á erlendum skuldum allrar þjóðarinnar. Það er að vonum, að menn fylgi þessu með mikilli athygli, þar sem skuldirnar eru fyrir löngu komnar á það stig, að full ástæða er til að líta á þær alvarlegum augum, ekki sízt fyrir okkar þjóð, sem vill og ætlar að vera frjáis og fullvalda. — Sannarlega ætti þjóð okkar að vera það mikið áhugamál að vera fjárhagslega sjálfstæð þjóð, en það er öðru nær en svo sé. vér höfum, síðan vér urðum sjálfstætt ríki, tekið lán ofan á lán erlendis, og er nú komið svo, að erlendar skuldir þjóðarinnar námu fullum 1000 kr. á hvert mannsbarn í landinu við lok síðasta árs.

Það er eftirtektarvert, hvernig breyt. hafa orðið á skuldum þjóðarinnar frá ári til árs, og tek ég hér upp til athugunar skuldaupphæð hvers árs síðan 1930:

1931 eru skuldirnar .. .. 81.6 millj. kr.

1932 - - ... 719.3 - -

1933 - - ... 74.7 - -

1934 - - ... 83.6 - -

1935 - - ... 91.3 - -

1936 - - ... 90.3 - -

1937 - - ... 96.8 - -

1938 - - ... 98.6 - -

Síðan 1931 höfum við aukið erlendar skuldir um 17 millj. kr. fram til ársloka 1938. Í þessu sambandi er rétt að taka það fram, að á þessum tíma var gengi íslenzku krónunnar óbreytt gagnvart sterlingspundi og Norðurlandakrónum nema danskri krónu. Þetta ætti því að vera réttur mælikvarði.

Það er mjög eftirtektarvert, að árin 1932 og 1933 lækka skuldirnar um 2.3 millj. kr. fyrra árið og um 4.6 millj. kr. hið siðara, eða samtals um 6.9 millj. kr. Þó eru þau árin að meðtöldu 1931 alveg vafalaust hin langerfiðustu um afkomu atvinnuveganna á þessu tímabili. Hvers vegna getum við þá borgað upp undir í millj. kr. af erlendum skuldum? Svo hækka skuldirnar aftur i934 um 8.9 millj. kr. og 1935 um 7.7 millj. kr. Árið i936 lækka þær um í millj., en hækka aftur 1937 um 6.5 millj. og 1938 um 1.8 millj. við aukum því skuldir okkar erlendis á árunum 1934–1938, að báðum meðtöldum, um hvorki meira né minna en 24 millj. kr., úr 74.7 millj. upp í 98.6 millj. Þó verður því naumast neitað, að þessi ár hafi verið batnandi ár, en það má segja, að þau síðustu hafi verið hvert öðru betra.

Þetta yfirlit sýnir það, sem raunar oft hefir komið fram, að góðu árin, sem svo eru kölluð, aukast skuldirnar, en á lakari árunum lækka þær.

Ég veit, að benda má á það, að erlend lán hafi verið tekin 1935 og 1936 til sérstakra framkvæmda, og hafi því verið eðlilegt og von til, að skuldir hækkuðu, en ég vil aftur á móti segja það, að með batnandi viðskiptaástandi áttum við engu að síður að geta lækkað hinar eldri skuldir þá en við gerðum 1932 og 1933, á hinum erfiðustu árum.

Hvaða aðilar eru það, sem hækkað hafa hinar erlendu skuldir á tímabilinu 1934–1938, að báðum meðtöldum? Það eru þessir aðilar:

1. Ríkissjóður um .................. 7.5 millj. kr.

2. Sveitar- og bæjarfélög um .. 7.6 –

3. Bankar um ........................ 0.4 -

4 - .1. Ríkisfyrirtæki og einstakl. . 8.4 -

Alls um 23.9 millj. kr.

Þessi skuldahækkun á 5 árum hlýtur að valda 21/2–31/2 millj. kr. auknum greiðslum til útlanda í vöxtum og afborgunum, þ.e. hækka hallann á duldum greiðslum þjóðarinnar sem því nemur. Það er líka svo komið, að þjóðin hefir óhagstæðan greiðslujöfnuð ár eftir ár, einnig 1939, þrátt fyrir lágt verð á aðkeyptum vörum 2/3 hluta þess árs og hátt afurðaverð síðustu 4 mán. á því ári, og þar með á meiri hluta ársframleiðslunnar.

Það er von, að spurt sé, hvenær greiða eigi skuldirnar, en mörgum mun verða ógreitt um svarið. Það er eins og við höfum snúið við dæminu um feitu og mögru kýrnar frá dögum Faraós. Þá voru það mögru kýrnar, sem átu þeir feitu, án þess að verða feitari, en hjá okkur virðist þetta vera orðið svo, að þær feitu eti hinar upp. Skuldirnar eru fyrir löngu orðnar meiri en forsvaranlegt er og viðráðanlegt fyrir 120 þús. sálir, með útflutningsverðmæti, sem nemur ca. 60 millj. kr. árlega og taka þarf af 10 millj. kr. á ári í vexti og afborganir.

Ástandið er því orðið þannig í þessum efnum, að það er ástæða til fyrir alla hv. alþm. að athuga vel og nákvæmlega, hvernig megi úr þessu bæta, og er þetta í raun og veru efni til athugunar fyrir alla okkar þjóð.