18.03.1940
Neðri deild: 20. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 34 í C-deild Alþingistíðinda. (2031)

35. mál, rafveitulánasjóður

*Frsm. meiri hl. (Sveinbjörn Högnason):

Herra forseti! Fjhn. hefir athugað þetta frv., en hefir ekki orðið ásátt um afgreiðslu þess, eins og nál. bera með sér, á þskj. 113 og 110. Meiri hl. leggur til, að frv. verði samþ., en hefir þó ætlað sér að bera fram við það brtt. við 3. umr. málsins. Eins og segir í nál., hefir hv. 3. landsk. þm. óskað eftir lítilsháttar breyt., sem mun verða tekin til athugunar við 3. umr. Ennfremur segir í nái. meiri hl., að ef næst samkomulag um afgreiðslu málsins, muni hann bera fram brtt. við 3. umr. fjárl., þess efnis, að veita sjóðnum nokkurt fé samkv. 1. gr. Það er ekki ákveðið, hve mikið framlag ríkissjóðs skuli vera á hverju ári, en mun verða ákveðið við afgreiðslu fjárl. Ég sé, að hv. þm. Borgf. hefir borið fram um þetta atriði brtt. á þskj. 161. Ég mun ekki taka neina afstöðu til þeirra brtt., fyrr en hv. flm. hefir skýrt frá sínum sjónarmiðum í þessu efni.

Minni hl. n. hefir birt álit sitt á þskj. 110, og hann skipa hv. þm. A.- Húnv. og hv. þm. V.-Ísf. Þeir leggja til, að frv. nái ekki fram að ganga. Þeir viðurkenna að vísu stofnun slíks sjóðs, sem hér er um að ræða, en telja tekjuöflunina ófæra. Einkum sé ekki rétt að leggja skatt á skuldir eldri fyrirtækja, sem eru með skuldir fyrir. Ég get ekki fallizt á þennan skilning hv. minni hl. á frv. Sérstaklega er það nokkuð torskilið, þar sem annar þeirra er bankastjóri, hv. þm. V.-Ísf., og honum mun því vel kunnugt um, að allar tekjur bankanna eru eingöngu af skuldum. Það er ekki nóg með það, að bankarnir miði tekjustofn sinn við skuldir manna, heldur hefir ríkið talsverðar tekjur af þeim. Ég veit ekki betur en að í l. sé ákvæði um, að stimpilgjald skuli lagt á öll skuldabréf, til að afla ríkissjóði tekna. Ég nefni þetta sem eitt dæmi af mörgum um tekjuöflun ríkisins í sambandi við skuldir manna.

Frá okkar sjónarmiði er sjálfsagt, að hið opinbera leggi fram nokkra fjárupphæð til að mynda þennan rafveitusjóð, en jafnhliða því álítum við sjálfsagt, að þeir, sem fengið hafa hjálp til að fá rafmagn heim til sín, veiti jafnframt sína aðstoð til þess. Það virðist svo sem ríkisframlög til ýmissa fyrirtækja svífi í lausu lofti, ef þau hafa engan tekjustofn sjálf. Þau eiga þá allt undir velvilja þingsins, hversu mikið rekstrarféð skuli vera. Ég álít, að það sé mikið vissara, að fjárframlög komi frá ríkinu á móti, ef fyrirtækin hafa sjálf einhvern tekjustofn. Þess vegna er nauðsynlegt, að sjóði þeim, sem hér er nm að ræða, séu tryggðar einhverjar tekjur, auk framlags úr ríkissjóði, ef hann á að ná tilætluðum árangri.

Ég skal svo ekki fara fleiri orðum um frv. að sinni, en óska eftir, að málið fái sem fljótasta afgreiðslu. Ég mun svo gera grein fyrir minni afstöðu til þeirra brtt., sem hér liggja fyrir, þegar hv. frsm. mínni hl. og hv. þm. Borgf. hafa skýrt þær nánar.