04.03.1940
Neðri deild: 9. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 52 í C-deild Alþingistíðinda. (2043)

37. mál, útflutningur á áli

Flm. (Bjarni Bjarnason):

Í grg. þessa frv., þó að hún sé ekki löng, er í raun og veru gerð grein fyrir því, sem vakir fyrir Álaræktarfélaginu.

Álaveiðum er lítið sinnt hér á landi, en víða erlendis er állinn þó nokkuð algengur og mjög verðmætur fiskur til matar. Állinn er farfiskur og hrygnir í sjó, í hlýjum höfum, og vex upp í ósöltum vötnum. síkjum og þ. h., og við strendurnar.

Það þarf tæplega að efast um, að hægt sé að selja á erlendum markaði rétt verkaðan ál, ef viðskiptaástandið væri heilbrigt. Hitt er óvíst, hve mikið er hér við strendurnar af þessum fiski og í ósöltum vötnum. Af þekktum álastöðvum má nefna: Álftanes, Grafarvog, Grindavík og Mýrarnar. Ennfremur er óvíst, hvort vaxtarskilyrði eru fyrir álaseiðin; eðli þeirra er að berast um höfin, þar sem þau koma frá þeim heitari og berast til Evrópu. Állinn leitar ekki til lands fyrr en eftir 3 fyrstu árin. Aðrar þjóðir munu veiða álinn þessi fyrstu 3 ár hans, svo kallaðan glerál, og sjá honum fyrir vaxtarskilyrðum. Það en jafn vel hætt við, að seiðin myndu ekki þrífast hér í vötnum eða við strendur Íslands, En að afla upplýsinga um það er umfangsmikið verk, svo og veiðina. sem mun vandasamt verk. Þetta er í stuttu máli byrjunarverkefni Álaræktarfélagsins. Takist svo vei, að allmikil álaveiði reynist í vötnum og við strendur landsins, og vel takist að veiða hann og ala upp, er ekki ólíklegt, að hér geti orðið um allálitlegan atvinnuveg að ræða. Myndi þetta snerta allmarga menn. Í fyrsta lagi alla þá, sem veiðivötn ættu og gætu sinnt veiðinni. í öðru lagi þá, sem ynnu að því að gera ál að markaðsvöru, og í þriðja lagi myndaðist ný útflutningsvara.

Ég sé svo ekki ástæðu til, á þessu stigi málsins, að lengja þessar umr. frekar. Óska ég, að málinu verði, að lokinni þessari umr., vísað til 2. umr., og ég held, að réttast væri að vísa því til landbn.