04.03.1940
Neðri deild: 9. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 52 í C-deild Alþingistíðinda. (2044)

37. mál, útflutningur á áli

Thor Thors:

Það hefir nú á undanförnum þingum verið allmikið gert að því að hetta atvinnufrelsi manna, og hafa stundum verið flutt fyrir því þau rök, að nauðsyn bæri til þess.

Hér er ekki um mjög stórt mál að ræða, en það markar þó mjög greinilega stefnu. Og ég hefi ekki getað sannfærzt um það, hvorki af því að lesa grg. frv. eða af ræðu hv. flm., hvaða ástæða væri fyrir því að taka ákveðna fisktegund og banna öllum nema einhverju leynifélagi að flytja hana út. Alþ. hefir ekki fengið neinar upplýsingar um það, hvaða félag þetta er, og væri æskilegt, að hv. flm. vildi skýra frá því, hver þessi félagsstofnun er og hvernig

það hugsi sér að starfa. Það stendur í grg. frv., að gögn þessu varðandi liggi fyrir. Mér hefir verið sagt af skrifstofu Alþ., að það lægju engin gögn fyrir um þennan félagsskap. Nú væntanlega skýrir hv. flm. frá ,því, hvaða félagsskap hér er um að ræða. Mér er ekki kunnugt um, hve mikið hefir verið flutt út af ál undanfarið, en ég hygg þó, að þessi útflutningur hafi farið heldur vaxandi. Og margir hafa staðið að þessum útflutningi, og eftir því, sem mér er kunnugt um, hefir þessi vara verið flutt út í smáum stíl af mörgum aðilum.

Ég vil fá að heyra rök fyrir því, hvaða ástæða sé til þess að stöðva þennan útflutning þessara manna og gefa einu félagi hann.