16.04.1940
Neðri deild: 40. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 57 í C-deild Alþingistíðinda. (2054)

37. mál, útflutningur á áli

*Pálmi Hannesson:

Það munu nú vera fjarverandi ýmsir af þeim hv. þm., sem talað hafa í þessu máli.

Ég tel vafasamt þá meðferð einkaleyfa, sem hér er farið fram á og ég hygg, að tíðkist hvergi um lönd. Bannsóknarnefnd ríkisins hefir athugað, hvað hefir verið gefið út uf einkaleyfum, og borið saman við það, sem tíðkast erlendis. Það leiddi til þeirrar niðurstöðu, að hvergi voru veitt einkaleyfi nema á sérstakri aðferð, sem leyfishafi ræður yfir, en ekki til að flytja út þá vöru með aðferð, sem hver og einn maður geti notað, án þess að sérstaka aðferð þurfi við. Aftur á móti gæti hugsazt, að útflutningur áls hafi nokkra fjárhagslega þýðingu, þó að ég geri ekki ráð fyrir, að það sé sérstaklega mikið, sérstaklega á þann hátt, að safna saman glerál á tiltekna staði og veiða hann þar síðan. þegar hann er fullþroska. Þetta mál heyrir í raun og veru undir fiskimálanefnd, að því er virðist, og vil ég gera það að till. mínni, að málinu verði vísað til stj.