19.03.1940
Neðri deild: 21. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 108 í C-deild Alþingistíðinda. (2116)

53. mál, eyðing svartbaks

*Pétur Ottesen:

Ég veit ekki, hvort hv. dm. vilja ganga inn á það, að ríkissjóður taki á sig greiðsluna að öllu leyti. En þótt ég til samkomulags vildi ganga inn á þá breyt. á frv., að eyðingin næði aðeins til annars fuglsins, vil ég ekki samþ. þá breyt., að ríkissjóður taki á sig allan kostnaðinn. Ef hv. dm. líta þannig á„ að sanngjarnt sé, að dúntekjumenn greiði nokkurn hluta kostnaðarins, væri bezt að taka málið af dagskrá og reyna að ná samkomulagi um það, að kostnaðurinn skiptist milli varpeigenda og ríkissjóðs, eða að sveitar- og sýslufélögin greiði nokkurn hluta kostnaðarins með varpeigendum. Ég held, að þetta sé bezta leiðin til samkomulags, að láta málið ekki koma til atkv. nú, því að það gæti orðið til þess að fella málið gersamlega, þar sem menn vildu ekki samþ., að ríkið beri allan kostaðinn.