19.03.1940
Neðri deild: 21. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 108 í C-deild Alþingistíðinda. (2117)

53. mál, eyðing svartbaks

Frsm. (Bergur Jónsson):

Ég lít svo á, að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið við þessa umr. hvort deildin vill láta takmarka þetta frv. aðeins við svartbakinn. Óska ég því, að málið komi til atkvæða, en hitt atriðið, skiptingu kostnaðarins, vil ég gjarnan athuga ásamt hv. þm. Borgf. til næstu umr. Sem frsm. hefi ég ekki heimild til þess að taka brtt. n. aftur, og auk þess vantar einn nm. á fundinn. Ég sé ekki, að hægt sé að gera annað en athuga þetta atriði til 3. umr., enda er það auðveldara þá, þegar úr því er skorið, hvort frv. á að ná til annars fuglanna eða beggja, því að það hlýtur að hafa mikla fjárhagslega þýðingu. Verður þá auðveldara að gera sér grein fyrir kostnaðarhliðinni.