19.03.1940
Neðri deild: 21. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 109 í C-deild Alþingistíðinda. (2118)

53. mál, eyðing svartbaks

*Pétur Ottesen:

Það er meira en lítið einkennileg aðferð, ef það er ekki meiningin, að ríkissjóður beri einn allan kostnaðinn, að samþ. það við þessa umr. og snúa því svo kannske algerlega við við 3. umr. Ég veit ekki hvað hæstv. forseti segir um slíka afgreiðslu. Það er a. m. k. í mótsögn við atkvgr. um fjárl. að bíta þannig algerlega í skottið á sjálfum sér.