18.03.1940
Neðri deild: 20. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 116 í C-deild Alþingistíðinda. (2152)

71. mál, raforkuveitusjóður

Flm. (Thor Thors):

Ég vildi aðeins leyfa mér að leggja á móti þessari till. hv. þm. V.-Ísf. um að þessu máli verði vísað til ríkisstj. Þetta er í raun og veru ákaflega einfalt mál, og þarf ekki fyrir þær sakir sérstaklega að veikjast lengi hér á hv. Alþ. En það mál, sem áðan var verið að afgr., var margþætt að því leyti, að það átti eftir því að leggja á nýja neyzluskatta, og mátti því segja, að það væri ástæða til þess, að ríkisstj., ekki sízt hæstv. fjmrh., athugaði til næsta þings, hvort ætti að leggja inn á þá braut. Hér er aðeins farið fram á sérstakt tillag úr ríkissjóði. Málið er einfalt, og ættu hv. þm. að geta tekið afstöðu til málsins án þess að það fari til ríkisstj.