28.03.1940
Neðri deild: 24. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 130 í C-deild Alþingistíðinda. (2178)

71. mál, raforkuveitusjóður

*Frsm. (Jón Pálmason):

Ég skal minnast á fyrirspurn hv. þm. Seyðf. um það, hvað n. eigi við með orðunum málraun rafals, því að þetta getur orkað tvímælis. N. ætlast til, að átt sé með því við rafmagn það, sem kemur til nota.

Um þær brtt., sem hér eru fram komnar, skal ég ekki fara mörgum orðum. Þær eru orðnar nokkuð margar. Ég gæti búizt við, að það gæti orðið nokkur ruglingur í sambandi við þær við atkvgr. um þær nú. Held ég því, að rétt væri, eins og hv. þm. A.-Sk. lagði til, að láta hv. fjhn. fá tækifæri til að bera sig saman um þessar brtt. áður en þær koma til atkvgr. Vildi ég þess vegna fara fram á það við hæstv. forseta, að hann frestaði atkvgr. um málið til morguns.

Það eru nú ekki mörg atriði, sem fram hafa komið í ræðum hv. þm., sem ég þarf sérstaklega að víkja að. Þó eru nokkur slík atriði í ræðu hv. þm. V.-Húnv. og fleiri hv. þm., sem ég vildi segja um örfá orð. Sá hv. þm. lýsti því yfir, að hann væri ánægður með brtt. hv. fjhn. og frv. eins og það væri orðið að þessum brtt. meðtöldum. Þetta er náttúrlega mér einnig ánægja, að þessi hv. þm. skuli hafa fallið svo frá villu síns vegar frá fyrri tíma, ef hann er ánægður með þessa afgreiðslu málsins, vitandi það, að hann hefir beðið ósigur með sitt frv. Því að hér er um gagnólíkt frv. að ræða því, sem frv. hans upphaflega var. Í fyrsta lagi var ekki ákveðið í því neitt framlag frá ríkissjóði. Í öðru lagi var það miðað við að leggja skatt á skuldir og binda þann skatt því skilyrði, að viðkomandi skattskyld fyrirtæki hefðu notið ríkisábyrgðar fyrir línum. Þetta var ný leið, og átti því í sjálfu sér, eftir eðli málsins, að koma til framkvæmda að því er snertir allar slíkar ábyrgðir. Hitt er rétt, að ekki er mjög mikill munur á þessu frv., sem hér liggur fyrir, að brtt. fjhn. meðtöldum, og hinu frv. að meðtöldum brtt. hv. þm. Borgf. En með þeim brtt. var náttúrlega um gagnólíkt mál að ræða hinu upphaflega frv. þessa hv. þm. Og þó er gengið hér miklu skemmra í þeim samþykktum eða till., sem fjhn. hefir gengið inn á, heldur en lagt var til í brtt. hv. þm. Borgf., því að hún fór fram á það sama mg upphaflega frv. hv. þm. V.-Húnv. gerði, að Leggja gjald á rafveitur undir eins, jafnvel meðan þær eru ekki fullgerðar.

Viðvíkjandi því, sem einn hv. þm. minntist á, að hér væri ósambærilegt að bera saman raforkustöðvar og landssímann, því að landsíminn væri ríkisfyrirtæki, en rafstöðvar einkafyrirtæki og fyrirtæki bæjarfélaga, vil ég segja það, að ég sé ekki annað en að þetta tvennt sé sambærilegt, því að hér er að ýmsu leyti um hliðstæð fyrirtæki að ræða. Þau gjöld, sem lögð eru á símanot, eru stórkostlega miklu hærri en gjöld, sem lögð mundu vera á rafveitur samkv. þessu, því að það er ekki aðeins, að gjöld þau, sem lögð hafa verið á símaafnot, hafi nægt til þess að útfæra símann út um byggðir landsins, heldur hefir siminn verið ein af tekjulindum ríkissjóðs, svo að hægt hefir verið að nota tekjur af honum til annara framkvæmda.

Mér er sagt. að meðalheimili þurfi að nota um það bil 3 kílówött á ári. Þá mundi þetta gjald verða 6 kr. á ári fyrstu 5 árin, 12 kr. á á ári næstu 5 árin, og úr því 18 kr. á ári.

Nú er það að athuga, hvernig aðstaða þeirra manna er nú, sem alveg skortir þessi þægindi, samanborið við hina, sem hafa rafmagn til ljósa, suðu og hita. Hún er svo gagnólík, að það er að mínu áliti ekki fram á mikið farið, þó að þetta gjald sé lagt á þá menn, sem þessara þæginda njóta, til viðbótar við beina gjaldið fyrir rafmagnið. Ég þori að fullyrða, að víðast hvar úti um sveitir, þorp og smákauptún þessa lands mundi það af mörgum vera vel þegið að fá aðstoð til raforkuframleiðslu, þó að slíkt gjald væri lagt á og rafmagnið yrði því dálítið dýrara en ella mundi vera. Hitt er í sjálfu sér eðlileg mótbára og kemur betur heim við það, hvernig ástatt er í landinu, að þetta fé, sem við þetta fæst, er svo lítið, að það er ótrúlega lengi, sem verður að bíða eftir því, að hægt sé að framkvæma raforkuleiðslur fyrir það víðsvegar úti um land, það er því miður raunveruleikinn. Og þó að sjóður þessi komist á í þeirri mynd„ sem hv. fjhn. gerir ráð fyrir í brtt. sínum, þá er svo mikla örðugleika við að etja í því efni að útfæra raforkuna víðs vegar um landið, að ótrúlega langt verður samt að líða þangað til því er komið í kring, þrátt fyrir það, þó að þessu styrktarfé væri til að dreifa.