16.04.1940
Neðri deild: 40. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 151 í C-deild Alþingistíðinda. (2240)

105. mál, verðlagsuppbót á laun starfsmanna í verzlunum og skrifstofum o. fl.

*Frsm. (Sveinbjörn Högnason):

Hv. flm. vildi ekki fallast á, að umr. um mál þetta væri frestað þar til séð yrði, hvaða afgreiðslu frv-. um verðlagsuppbót á laun embættismanna og starfsmanna ríkisins og ríkisstofnana fengi hér í hv. d. Ég vil láta þess getið fyrir mitt leyti og nokkurs hluta fjhn., að verði brtt. okkur við það frv. ekki samþ., neyðumst við til að greiða atkv. gegn því frv. Af þessu leiðir, að ef nú á að þvinga þetta frv., sem nú er til umr., í gegnum deildina í sama formi og það er nú, án þess að gefa okkur tækifæri til þess að bera fram við það brtt., mun ég verða að greiða atkv. gegn því, en með dagskrártill. hv. þm. V.-Húnv.