19.04.1940
Neðri deild: 45. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 163 í C-deild Alþingistíðinda. (2258)

105. mál, verðlagsuppbót á laun starfsmanna í verzlunum og skrifstofum o. fl.

*Ásgeir Ásgeirsson:

Eins og ég hafði áður minnzt á, flyt ég brtt. á þskj. 506, þess efnis, að lyfjasveinar og hljóðfæraleikarar hafi sama rétt til verðlagsuppbótar og verzlunarmenn. Hirði ég ekki um að færa fram rök fyrir því, frekar en ég gerði við 2. umr., enda tel ég sjálfsagt, að þessir tveir flokkar verði samþ., ef verzlunarmenn fá sitt mál fram.