23.04.1940
Efri deild: 48. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 177 í C-deild Alþingistíðinda. (2280)

105. mál, verðlagsuppbót á laun starfsmanna í verzlunum og skrifstofum o. fl.

Forseti (EÁrna):

Mér hefir borizt skrifl. brtt. frá hv. þm. S.-Þ., svo hljóðandi: [sjá þskj. 578]. Ennfremur hafa mér borizt svo hljóðandi skrifl. brtt. frá hv. 1. þm. N.-M.: [sjá þskj. 579]. Brtt. þessar eru of seint fram komnar, auk þess að þær eru skriflegar, og verður því að veita tvöföld afbrigði frá þingsköpum til þess að þær megi taka til meðferðar á fundinum.