23.04.1940
Efri deild: 49. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 178 í C-deild Alþingistíðinda. (2284)

105. mál, verðlagsuppbót á laun starfsmanna í verzlunum og skrifstofum o. fl.

*Frsm. (Magnús Jónsson):

Ég vil benda á það, að þó að nú hafi skapazt óeðlilegt ástand og þó að takmörkuð sé starfsgeta d. við það, að búið er að slíta í Nd., þá sé ég ekki, að það þurfi að hafa nein áhrif á þetta mál. Það er búið að ganga gegnum allar umr. án þess að því hafi verið breytt, við 2. umr. var felld brtt., sem fyrir lá, og því ekki annað að sjá en að d. vilji einmitt búa málið þannig, að einhlítt geti verið um afgreiðslu þess. Það er þess vegna ekki hægt að segja annað en að málinu ætti að geta orðið lokið nú á skömmum tíma, þó að búið að slíta í hinni d., og finnst mér hv. d. ætti að vera einhlít um þetta mál.