23.04.1940
Efri deild: 49. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 180 í C-deild Alþingistíðinda. (2289)

105. mál, verðlagsuppbót á laun starfsmanna í verzlunum og skrifstofum o. fl.

Frsm. (Magnús Jónsson):

Ég vil láta í ljós hryggð mína yfir ræðu hv. 1. þm. N.- M. Hann lýsti því yfir, að hér væri að ræða um hefndarpólitík frá hans hálfu. Ég get skilið afstöðu þeirra þm., sem vilja hindra málið, en að þetta komi fram sem hefnd, það gerir hans afstöðu lakari en hinna.