23.04.1940
Efri deild: 49. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 180 í C-deild Alþingistíðinda. (2290)

105. mál, verðlagsuppbót á laun starfsmanna í verzlunum og skrifstofum o. fl.

*Jónas Jónsson:

Ég vil áður en atkvgr. fer fram um það form, sem hér er um að ræða, undirstrika það, sem hv. 1. þm. Reykv. sagði áðan, að hér væri um tvennskonar þingmannsrétt að ræða. Annar er fyrir því að samþ. málið, og hann gerir ráð fyrir, að sá þingmannsréttur sé með þeirri skoðun, sem hann heldur fram. Ég bendi hinsvegar á, að þingsköp gera ráð fyrir, að til þess að mál fái eðlilega afgreiðslu, þá verði vissir dagar að líða milli umr., til þess að tryggja það, að virtur sé réttur þm. til að segja álit sitt um málið. Ég skal ekki segja, hvort nægilegur styrkur er til að nota þennan þingmannsrétt. Ef nægilegur styrkur er til þess, þá er hér um tvennskonar vilja að ræða, en báðir hafa fullan rétt til að neyta aðstöðu sinnar til þess að hafa áhrif á gang málsins.