19.04.1940
Neðri deild: 45. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 185 í C-deild Alþingistíðinda. (2305)

118. mál, skattgreiðslur útgerðarfyrirtækja

*Frsm. (Sveinbjörn Högnason):

Ég veit ekki til, að gerðir hafi verið neinir samningar um það, að útgerðarfyrirtæki ættu að hafa eilífðar skattfrelsi. Mér þætti vænt um að heyra frá hæstv. atvmrh., hvernig sá samningur er, sem ætti að binda þingið til eilífðar um það, að veita útgerðarfyrirtækjum skattfrelsi í þessum efnum.