19.04.1940
Neðri deild: 45. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 185 í C-deild Alþingistíðinda. (2306)

118. mál, skattgreiðslur útgerðarfyrirtækja

*Atvmrh. (Ólafur Thors):

Mér er ekki kunnugt um það, hvort þessi hv. þm. hefir fengið nokkuð að vita um þennan samning. Mér bar engin skylda til að láta hann vita um hann.

Ég vil benda honum á, að ef hann les l., þá mun hann sjá, að þar er ekki að ræða um neitt eilífðar skattfrelsi, heldur er þar um að ræða tiltekið árabil. Ef það stæði í l.. að þau væru skatffrjáls, þar til öðruvísi væri ákveðið, þá væri ekkert við því að segja, þó Alþ. breytti þessu. Þó ekki væri annað en orðalag l., því gefur það skýrt fyrirheit um það, að þessi fyrirtæki skuli um ákveðið árabil njóta skattfrelsis.