19.04.1940
Neðri deild: 45. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 187 í C-deild Alþingistíðinda. (2310)

118. mál, skattgreiðslur útgerðarfyrirtækja

*Héðinn Valdimarsson:

Ú af því, sem hv. 6. þm. Reykv. sagði um þetta mál, vil ég geta þess til viðbótar því, sem hv. 2. þm. Skagf. sagði, að í 2. gr. þeirra l., sem gert er ráð fyrir að fella niður með frv. því, sem hér liggur fyrir, er tekið fram, að ef þessi heimild um að fella niður útsvörin er ekki notuð, þá megi ekki leggja hærri útsvör á þessi fyrirtæki en lagt var á þau árið 1938. Af þessu er það ljóst, að útgerðarfyrirtækin eru ekki undanþegin útsvörum, en það má ekki leggja meira á þau en var lagt á þau 1938, hvernig sem hagur þeirra er.

Þetta nær vitanlega engri átt. Þetta eitt ætti því að vera nægilegt til að breyta l.

Það virðist því svo sem hv. 6. þm. Reykv. hafi ekki lesið þau l., sem hann var hér að tala um.