19.04.1940
Neðri deild: 45. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 190 í C-deild Alþingistíðinda. (2314)

118. mál, skattgreiðslur útgerðarfyrirtækja

*Sigurður Kristjánsson:

Það er aðeins stutt aths. Ég ætlaði að segja það við hv. 1. þm. Rang., að það hefði verið rétt fyrir hann að benda á það um leið og hann kom með þessa skemmtilegu aths. sína við mína ræðu, hvað það er mikið, sem útgerðarmenn hafa grætt á þessu gengisfalli. Ég veit ekki til, að útgerðarmenn telji, að það hafi bjargað útgerðinni að neinu leyti. Gengið er í dag það sama og það var, þegar gengisfallið varð.

Annars finnst mér það furðu djarft af þessum hv. þm., sem jafnan hefir verið tiilöguverstur af öllum tillöguvondum í garð útgerðarinnar, að hann skuli láta sjá framan í sig talandi um þessi mál. Ég kalla það djarft, og það sýnir, að menn geta gengið svo langt upp í fláttskap, að þeir hafi ekki sjálfir hugmynd um, hvar þeir eru staddir.