19.04.1940
Neðri deild: 45. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 195 í C-deild Alþingistíðinda. (2325)

118. mál, skattgreiðslur útgerðarfyrirtækja

*Frsm. (Sveinbjörn Högnason):

Hv. 6. þm. Reykv. vildi telja sér það til gildis, að hann hefði verið fremstur í flokki ]mirra, sem vildu gengisfallið í fyrra til þess að bjarga útgerðinni. Þegar Alþ. heyrir slíka yfirlýsingu, má vænta þess, að það verði gripið svipaðri tilfinningu eins og sagt var einu sinni: að það væri meiri gleði yfir einum syndara, sem bætir ráð sitt, en 99 réttlátum, — og ef þessir 8 eru sama sinnis og þessi eini þm., hlýtur sú gleði að vera mikil, þegar þeir, sem lengst gengu á móti gengisbreytingunni, telja sig hafa gengið bezt fram í því að koma henni á. útgerðinni til hjálpar. — Þetta sýnir alveg framúrskarandi tvískinnungshátt ! Útgerðin var í þeim voða stödd, að það var ekki um annað að ræða henni til viðreisnar. Hv. 6. þm. Reykv. sagði: Ég setti bara það skilyrði, að útgjöld útgerðarinnar yxu ekki. Það væri sannarlega erfitt að setja lög, ef slik skilyrði ættu að fylgja. Það er óhjákvæmilegt, að útgjöld útgerðarinnar aukist stórkostlegu, jafnvel tvöfaldist, svo að þessi hjálp hins afbragðs trúa þjóns hennar væru útgerðinni lítils virði, ef skilyrði hans hefðu átt að fylgja.