29.03.1940
Efri deild: 24. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 195 í B-deild Alþingistíðinda. (242)

85. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Fjhn. hefir athugað þetta mál og borið það saman við l. þau, sem gilda til ársloka þessa árs um sama efni, og er frv. í öllum aðalatriðum a.m.k. shlj. l. þeim, sem nú gilda.

N. er sammála um, að eins og fjárhagsástæður ríkissjóðs eru, þá sé ekki annars kostur en að framlengja þessi l. einnig fyrir árið 1941, og það því fremur sem mþn. sú í skatta- og tollamálum, sem er starfandi, hefir ekki enn algerlega lokið störfum, og mætti því ef til vill, án þess þó að ég sé að spá neinu um það, vænta þess, að þetta gæti orðið í síðasta sinn, sem þessi l. eru framlengd. N. leggur því til, að frv. verði samþ., en gerir á því lítils háttar breyt.. sem er aðeins um gildistöku l. Í síðustu gr. frv. er kveðið svo að orði, að 1. öðlist þegar gildi, sem þá væntanlega yrði einhverntíma á þessu ári, en samskonar l. önnur gilda til ársloka, og þess vegna þykir n. réttara, að það sé ákveðið. að l. öðlist gildi í jan. næsta ár.

Það liggur fyrir brtt. á þskj. 210 frá 2 hv. dm. Ég ætla ekki að ræða um þessa till. nú. enda hefir ekki enn verið mælt fyrir henni. Ég skal aðeins geta þess, að n. hefir ekki ennþá tekið hana sérstaklega til meðferðar. Ég geri ráð fyrir — og hefi ég borið mig að nokkru leyti saman um það við formann n., — að n. telji ekki beina þörf á að taka þessa till. fyrir sérstaklega og hafi því ekkert á móti því, að gengið sé til atkv. um hana nú, því samskonar mál og till. fjallar um hefir áður legið fyrir hv. d., sem hv. dm. hafa tekið afstöðu til með atkvgr. í d., og sennilega verður afstaðan til þessarar till. ákaflega svipuð eins og hún var til þess máls. Það má vera, að tilefni gefist síðar til að ræða þessa till.