10.04.1940
Sameinað þing: 17. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 59 í D-deild Alþingistíðinda. (2470)

114. mál, æðsta vald í málefnum ríkisins

*Einar Olgeirsson:

Viðvíkjandi ósk okkar um frest, sem hæstv. forseti, í sambandi við yfirlýsingu ríkisstj., getur ekki veitt til síðari hluta þessa dags, þá óska ég eftir svo stuttum fresti sem frekast er hægt að nota til þess að við þm., sem ekki höfum tekið þátt í ráðssamkomum stjórnarfl. nú í dag, gætum rætt okkar mál, eða a. m. k. að 1/4 til 1/2 tíma frestur verði gefinn.