20.03.1940
Sameinað þing: 8. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 66 í D-deild Alþingistíðinda. (2501)

27. mál, verðhækkun á fasteignum

Flm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti! Í grg., sem fylgir þessari þáltill., er tekið fram, hvað fyrir okkur flm. vakir, og þarf því eigi langa framsögu um þetta mál, en ég vil óska þess, að þegar hæstv. forseta þykir umr. hæfilega langt komið, þá fresti hann umr. og vísi till. til allshn, því að hún ætti að geta aflað nokkurra upplýsinga um, á hvern hátt sú verðhækkun, sem þegar hefir orðið vegna hafnargerða, hefir gengið inn í lóðaverðið á ýmsum stöðum í landinn og hinn upprunalegi tilgangur með hafnargerðinni þess vegna ekki náðst. Það eru líkur til, að n. geti aflað nánari upplýsinga um þetta heldur en ég. Ennfremur mætti athuga af nefndinni, hvað margir staðir það eru á landinu, þar sem hugsanlegt væri að koma í veg fyrir, að slíkur styrkur, sem ætlazt er til, að almenningur njóti, hverfi inn í lóðaverð og almenningur hafi engin not af, er lengra líður, heldur einstakir menn, landeigendurnir.