18.04.1940
Sameinað þing: 20. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 77 í D-deild Alþingistíðinda. (2517)

93. mál, innflutningur á byggingarefni o. fl.

*Frsm. (Magnús Jónsson):

Þar sem hv. allshn. Sþ. hefir orðið sammála um að afgr. till. með brtt. þeirri, er tilgreind er á þskj. 484, og þar sem ég hefi ekki ástæðu til að halda, að hæstv. viðskmrh. sé till. andvígur, spara ég mér langar umr. um málið. Brtt. er fólgin í því, að till. er orðuð á annan veg, þannig, að 2. liður, sem ég taldi þýðingarmestan og fjallar um það, að jafnan skuli vera til byggingarefni til viðhalds húsa, til verkstæðisvinnu o. s. frv., er settur fremst, en það, sem snertir byggingu nýrra húsa. er sett sem viðbót. Að öðru leyti er allt líkt og var, þó að till. sé orðuð nokkru varlegar en áður. En ég tel það ekki skipta verulegu máli. Aðalatriðið er, að hv. Alþ. láti í ljós vilja sinn í þessu efni.

Ég legg áherzlu á, að reynt sé að láta jafnað vera til svo mikið af þessu efni sem hægt er, og svo fjölbreytt, að iðnaðarmenn geti jafnan leyst af hendi nauðsynlegar viðgerðir á húsum, þó að ástandið sé nú orðið nokkru dekkra en var, þegar þáltill. var flutt.