16.04.1940
Efri deild: 36. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 212 í B-deild Alþingistíðinda. (279)

85. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti! Mál þetta er komið aftur frá Nd., en þar hefir það tekið þeirri breyt., að úr frv. hafa verið felld orðin „hjá Lambhöfða“. Það var litið svo á af n. í Nd., að það væri vegamálastjóra að ákveða, hvar skyldi brúa ána, og það væri óviðeigandi að setja atkvæði um brúarstæði í lögin. Ég get sætt mig við þetta, þó ég viti, að á öðrum staðnum kostar brúin 1/3 minna en á hinum.