16.04.1940
Neðri deild: 39. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 213 í B-deild Alþingistíðinda. (290)

117. mál, veðurfregnir

*Atvmrh. (Ólafur Thors):

Hæstv. forseti skaut því fram hér nú, að ríkisstj. geti með bráðabirgðal., ef kringumstæðurnar breytast, látið gömlu l. öðlast gildi. Það er alveg rétt, sem kemur fram í þeirri aths. hv. þm. v.-Ísf., að það er ástæðulaust að bíða þar til Alþ. kemur saman með að láta l. koma til framkvæmda, ef kringumstæðurnar breytast svo, að það sé mögulegt. Svo það er nægilegt, að ríkisstj. láti gömlu l. ganga í gildi með bráðabirgðaákvæðum. Það er ekki nauðsynlegt að breyta þessu, en ég hefi alls ekki neitt á móti því, þó að þessu verði breytt; og verði borin upp brtt. um þetta, mun ég greiða atkv. með henni.