16.04.1940
Efri deild: 37. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 215 í B-deild Alþingistíðinda. (298)

117. mál, veðurfregnir

*Brynjólfur Bjarnason:

Ég vildi nota tækifærið til þess að lýsa því yfir, að þar sem vitað er, eins og hv. þm. Vestm. tók fram, að hér er verið að beygja sig fyrir erlendu valdi, þá mun ég ekki greiða atkv. um þetta mál. Hitt vildi ég sérstaklega taka undir með hv. þm. Vestm., að það er alveg óforsvaranlegt af stj. að grípa til þess að brjóta lögin án þess að þörf sé á því, þegar hefði verið hægur nærri að fá þetta samþ. á Alþingi á löglegan hátt. Ennfremur vildi ég leggja áherzlu á það, að þetta kæmi ekki fyrir aftur, og í öðru lagi, þegar það næst kemur fyrir, að stjórn og Alþingi verði að beygja sig fyrir erlendu valdi, þá sé skýrt frá því, og þá mótmælum við, ef það er ekki gert að eigin hvötum.