01.04.1940
Neðri deild: 27. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 224 í B-deild Alþingistíðinda. (326)

84. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

*Einar Olgeirsson:

Þetta frv. er nú gamall kunningi, sem er kominn einu sinni enn hér.

Ég ætla aðeins almennt að lýsa andstöðu minni gegn því, að sífellt sé verið að skera niður framlög til þeirra sjóða, sem reynt hefir verið að safna í á undanförnum 10 árum til þess að nota féð siðan til að bæta að einhverju leyti úr þörfum almennings hér á landi, ekki sízt hvað byggingarsjóði snertir, bæði til sveita og í kaupstöðum. Það er nú farið fram á það, eins og á undanförnum árum, að allar tekjur af tóbakseinkasölu ríkisins renni til ríkissjóðs, en ekki til byggingarsjóða í kaupstöðum annarsvegar og í sveitum hinsvegar. Og svo er það látið standa, sem samþ. var á síðasta þingi, að framlög lækki til byggingar- og landnámssjóðs, til búfjárræktarinnar, til verkfærakaupasjóðs og fiskimálasjóðs. Og þegar á þetta bættist, að þau gjöld á þar á eftir að skera niður verulega, þá virðist lítið eftir af umbótastarfsemi síðustu 10 ára. Það virðist vera takmark þjóðstj. að ganga á einu ári á milli bols og höfuðs á því, sem byggt hefir verið upp í þessum efnum á 10 árum. Og svo er hæstv. atvmrh. að afsaka það, að ekki sé hægt að lækka hátekjuskattinn !

Við þm. sósíalista erum andvígir þeim till., sem hér í felast, og mun ég ræða það betur við komandi umr. þessa frv.