17.04.1940
Neðri deild: 41. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 224 í B-deild Alþingistíðinda. (329)

84. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Frsm. (Jón Pálmason):

Þetta frv. á þskj. 193 er flutt af hæstv. ríkisstj. og hefir komið hingað frá Ed.

Fjhn. hefir athugað þetta frv. og borið það saman við gildandi l., sem gilda fyrir þetta ár, og mælir einróma með því, að frv. verði samþ. í þeirri mynd, sem það er nú.

Ég sé ekki ástæðu til þess að fara neitt nánar út í þetta frv., vegna þess að það er svo alkunnugt, að það er frestun á ýmsum lagaákvæðum, sem gilt hafa undanfarið. En það hefir ekki verið gengið nægilega að því að nema úr gildi nokkur ákvæði, sem frv. fjalar um. En n. leggur til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.