17.04.1940
Neðri deild: 41. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 227 í B-deild Alþingistíðinda. (357)

86. mál, ríkisreikningurinn 1938

*Frsm. (Stefán Stefánsson):

Herra forseti! Fjhn. hefir borið frv. saman við ríkisreikninginn fyrir árið 1938. N. hefir fundið aðeins eina skekkju eða misritun og leggur til, að sú skekkja verði leiðrétt í próförk. N. lítur svo á, að þótt n. eða einstakir nm. hefðu óskað að koma með brtt., þá sé orðið svo áliðið þings, að þær myndu alls ekki geta fengið afgreiðslu á þessu þingi. N. hefir látið nægja að þessu sinni að vekja athygli hæstv. ríkisstj. á þeim atriðum fyrst og fremst, sem yfirskoðunarmenn þessa reiknings hafa vísað til aðgerða Alþingis. Og væntir n., að hæstv. ríkisstj. taki þær aths. yfirskoðunarmanna til sérstakrar yfirvegunar með tilliti til afgreiðslu ríkisreikningsins framvegis.

Einn nm. hefir undirritað nál. með fyrirvara, sem mun byggjast á þeirri afstöðu hans, að jafnframt því, sem hann er nm., er hann yfirskoðunarmaður ríkisreikningsins, og mun hann gera grein fyrir sínu atkv. En n. leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt með þessari leiðréttingu, sem ég hefi gert grein fyrir.