04.03.1940
Neðri deild: 9. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 253 í B-deild Alþingistíðinda. (417)

34. mál, skipun læknishéraða

Flm. (Vilmundur Jónsson):

Alþingi 1938 var samþ. þáltill., þar sem lagt var fyrir stj. að athuga, hvort nauðsyn væri til og jafnframt möguleikar á að stofna þrjú læknishéruð á tilgreindum stöðum: við Þjórsá fyrir nokkrar sveitir í Árnes- og Rangárvallasýslum, í Kjósarsýslu og í Súgandafirði í Vestur-Ísafjarðarsyslu. Þessi athugun hefir farið fram, og niðurstaðan orðið sú, að aðeins á einum þessara staða sé hvorttveggja fyrir hendi: nauðsyn til og möguleikar á að stofna nýtt læknishérað, en það er í Kjósarsýslu, og það, sem þetta frv. fer fram á, er, að læknishérað þetta verði sett á stofn. Frv. er flutt að tilhlutun ríkisstj. og rök fyrir því greind í grg. þess. Allshn. flytur frv., og má ég segja, að hún hefir þegar tekið þá afstöðu til þess, að hún mælir með því, að það verði samþ. vænti ég, að hv. d. fallist á að afgr. það ágreiningslaust, fyrst til 2. umr. og síðan áfram í gegnum deildina.