26.03.1940
Efri deild: 21. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 256 í B-deild Alþingistíðinda. (432)

34. mál, skipun læknishéraða

*Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Þetta frv. er komið frá hv. Nd. og flutt af allshn. þeirrar d., og fer fram á það að breyta að nokkru skipun læknishéraða, á þann veg, að gert er ráð fyrir, að stofnað verði nýtt læknishérað, sem nefnist Álafosshérað, eins og sjá má í 1. gr. þessa frv. Stefna frv. er ýtarlega rakin í grg. þess, en aðalatriðið er, að þetta umdæmi er orðið allmannmargt; sérstaklega á vissum tímum árs er mikill fjöldi fólks, sem dvelur á þessu landsvæði. Læknirinn í Hafnarfjarðarhéraði er samkv. I. skyldur til að gegna þessum hreppum, en um nokkur undanfarin ár hefir sérstökum lækni í Reykjavík verið greitt nokkurt fé fyrir að annast þar læknisstörf. Þetta fyrirkomulag hefir ekki gefizt sem skyldi, og læknirinn, sem skylt er að gegna kalli í þessa hreppa, fer fram 3, að eftirtaldir hreppar verði gerðir að sérstöku læknishéraði: Mosfellshreppur, Kjósarhreppur, Kjalarneshreppur og Þingvallahreppur. Hinir þrír fyrrnefndu hreppar teljast til Hafnarfjarðarhéraðs, en Þingvallahreppur til Grímsneshéraðs. Það þykir heppilegra, að Þingvallahreppur teljist til þessa héraðs, því að það eru greiðari samgöngur þaðan til Álafoss en austur að Laugarási.

Því ber ekki að neita, að ef þetta frv. verður að l., fylgir því nokkur kostnaður. Þó að áður hafi verið veittar 2300 kr. fyrir læknishjálp í þessum hreppum á ári, þá verða föst laun héraðslæknis nokkru hærri, svo að það verður nokkur fjárhæð, er greiða þarf fyrir fastan lækni þar umfram það, sem áður hefir verið greitt. En allshn. hefir nú litið þannig á, að hér muni vera um breyt. til bóta að ræða, og mælir með því, að sú skipun læknishéraða, sem í frv. er tilgreind, verði tekin upp. Ég tel að þessu sinni ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta frv., því að það liggur svo ljóst fyrir, að þm. munu ekki þurfa að átta sig á, að hér sé um frv. að ræða, er beri að samþ. hér í d.