26.03.1940
Efri deild: 21. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 258 í B-deild Alþingistíðinda. (448)

13. mál, ráðstafanir vegna styrjaldar

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Þetta frv. er komið frá hv. Nd. og var flutt af allshn. þeirrar d. að tilhlutan hæstv. ríkisstj. Þær breyt., sem þetta frv. gerir frá gildandi heimildari. fyrir ríkisstj., eru aðallega tvær. Fyrri breyt. frv. er í 1. gr. og er sú, að í stað þess, að í gildandi i. er það atvinnu- og samgöngumálaráðun., sem heimilt er að gera slíkar ráðstafanir, er í þessu frv. lagt til, að það verði öll ríkisstj. Í grg. frv. er geri grein fyrir þessu á þann hátt, að allar slíkar ráðstafanir hafi verið teknar, samþ. og útgefnar af ríkisstj. í heild sinni síðan þessi heimildarl. gengu í gildi.

Síðari brtt., sem felst í 2. gr. frv., er um það, að útfara að nokkru þá heimild, sem er í gildandi l. um rétt ríkisstj. til þess að fyrirskipa rannsókn al vörubirgðum, og síðari hl. þeirrar málsgr. er gert ráð fyrir, að heimilt sé án fyrirvara að gera rannsókn hjá þeim verzlunum, sem hafa með höndum sölu á þeim vörum, sem strangt eftirlit er með.

Ég verð að telja, að þær breyt., sem felast í þessu frv., séu til bóta. Það hafa verið færð fram nægileg rök fyrir því, að hæstv. ríkisstj. telji sér nokkra þörf á að fá þessar breyt. samþ. Allshn. Ed. hefir orðið sammála um að leggja til, að þetta frv. verði samþ. eins og það kom frá hv. Nd., en þar tók það þeirri einu breyt., að 3. gr. var bætt við, sem hljóðar svo: Lög þessi öðlast þegar gildi. — Það leiðir af sjálfu sér, að úr því að hæstv. ríkisstj. óskar eftir því að fá slíka lagaheimild, er vitanlega sjálfsagt, að l. öðlist þegar gildi.

Ég hefi ekki fleira að segja f.h. allshn. um þetta mál, en n. leggur til, að frv. verði samþ.