11.03.1940
Neðri deild: 14. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 274 í B-deild Alþingistíðinda. (518)

11. mál, vitabyggingar

*Frsm. (Sigurður Kristjánsson):

Ég verð að biðja afsökunar á því, að ég gleymdi í framsöguræðu minni að geta um fyrirvara þeirra hv. þm. Barð. og hv. þm. v.-Húnv., sem nú hefir verið lýst. En þeir lýstu ekki yfir í n., hvaða atriði í frv. væri orsökin til þeirra fyrirvara.

Það er rétt, að í frv. er ákvæði þess efnis, að ákvæði frv. þessa, ef að l. verður, komi ekki til framkvæmda á meðan styrjöldin, sem nú er, stendur yfir. Hinsvegar get ég ekki fallizt á, að af þeirri orsök hafi enga þýðingu að samþ. þetta frv. nú, því að við vitum ekki, hve lengi þessi styrjöld muni standa. Hún getur t.d. dottið niður um það leyti sem þessi i. koma í gildi, verði frv. samþ.