16.03.1940
Neðri deild: 19. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 280 í B-deild Alþingistíðinda. (541)

12. mál, tilraunir í þágu landbúnaðarins

Frsm. (Steingrímur Steinþórsson):

Ég þarf ekki að næla sérstaklega með brtt., því að hún er, eins og hv. dm. sjá, aðeins leiðrétting, að breyta orðinu búfjárræktarsjúkdómatilraunir í búfjársjúkdómaraunsóknir. En ég vil geta þess, að landbn. hefir dálítið athugað frv. um náttúrurannsóknir, er legið hefir fyrir allshn., vegna þess að bæði þessi frv. fjalla um sama atriði, atvinnudeild háskólans, eða rannsóknarstofnun í þágu atvinnuveganna, eins og hún heitir ennþá l. samkv. Frsm. allshn. benti á, að ástæða væri til þess að samræma þessi tvö frv. að nokkru leyti. Landbn. hefir nú athugað þetta, og virðist n., að eitt atriði þyrfti að samræma, ef frv. um náttúrurannsóknir verður að l., og það er að breyta nafninu á atvinnudeildinni eins og það er í okkar frv., en n. sá sér ekki fært að gera till. um það að svo stöddu, því að ekki er víst, hvort hitt frv. verður að l. Ég er því hlynntur, að nafninu verði breytt og nafnið atvinnudeild háskólans, sem búið er að fá hefð á sig, verði tekið upp í stað hins, sem er langt og óþjált.

Annað sá n. ekki að þyrfti að samræma í frv. Leggur n. því til, að frv. verði samþ. með þessari litlu breyt., sem ég gat um áðan.