12.03.1940
Neðri deild: 15. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 282 í B-deild Alþingistíðinda. (554)

59. mál, dragnótaveiði í landhelgi

*Frsm. (Finnur Jónsson):

Sjútvn. hefir ákveðið að flytja þetta frv. um breyt. á l. um dragnótaveiðar í landhelgi, og er þetta ekki stórvægileg breyt. á lögunum. Skv. frv-. getur ráðh. með reglugerð ákveðið um möskvastærð dragnóta, svo og um lágmarksstærð þess fiskjar, sem veiddur er í dragnót og fluttur í land til sölu eða haldið um borð í skipi. Þótti heppilegra að miða við lágmarksstærð fiskjar, en ekki lágmarksþyngd, svo sem gert er í l. Það hefir komið í ljós, að flutt hefir verið á land allmikið af fiski, sem betra hefði verið að sleppa í sjó, er hann hefir verið veiddur, eins og t.d. koli, sem er svo lífseigur, að hann getur lifað áfram, sé honum sleppt strax.

Þá eru sett í frv. ákvæði um brot gegn l. þessum eða reglugerðum, sem kynnu að verða settar skv. þeim.

Þar sem frv. þetta stefnir að því að vernda fiskstofninn, vænti ég, að það fái góðar undirtektir og að því verði vísað til 2. umr. Sjútvn. ætlar að flytja dálitla leiðréttingu á frv. við 2. umr. Vænti ég, að frv. fái góða afgreiðslu.