04.04.1940
Sameinað þing: 13. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 97 í B-deild Alþingistíðinda. (61)

1. mál, fjárlög 1941

*Brynjólfur Bjarnason:

Herra forseti! Á þskj. 308 höfum við þm. Sósíalistafl. borið fram allmargar brtt. Ég ætla aðeins að nefna nokkrar og fyrst og fremst þær, sem miða að því að auka atvinnu í landinu. Ég skil yfirleitt ekki í því, hvernig menn hugsa sér að ljúka þessu þingi án ráðstafana til að mæta því gífurlega atvinnuleysi, sem áreiðanlega verður hér á næsta vetri. Byggingarvinna verður sama og engin. Af henni hafa um 4 þús. manns haft uppihald sitt í Reykjavík einni, samkv. áreiðanlegum upplýsingum, og fjöldi manns annarstaðar á landinu. Saltfisksvertíð er engin orðin í ár, og þýðir það stórfellt atvinnutap í sumar, — óvíst hvort nokkur saltfiskssala verður héðan, meðan stríð stendur og gróðavænlegast þykir að stunda ísfisksveiðar. Margskonar iðnaður dregst saman, og það því meir sem lengur líður og innflutningur hráefna torveldast. Það, sem helzt hefir verið til bjargar í vetur, hitaveitan, verður búið að vetri. Hvaða björg er þá til fyrir allan þann fjölda atvinnuleysingja, sem þurfa að framfleyta sér og sínum? Eiga þeir að leita á náðir sveitar sinnar eða bæjar? Ef svo er, hvar er þá fé til að veita þeim þar viðtöku? Það er sízt fremur fé til þess en til atvinnubóta. Svona eru þá horfurnar. Í fjárlfrv., eins og það er nú, og í brtt. hv. fjvn. er ekki stafur, sem bendi til neinna úrræða í þessum efnum. Ekki hefir atvinnubótaféð verið hækkað um eyri frá því, sem verið hefir í fjárl., þrátt fyrir atvinnuleysishorfurnar. Ekki eru verklegar framkvæmdir auknar á öðrum sviðum, heldur er í mörgu stórum dregið úr framlögum til þeirra. Það er ekki álitlegt fyrir atvinnuleysingja að fara í sveit, þegar ekkert er gert til að greiða fyrir búsetu þeirra þar, heldur dregið úr framlögum til jarðabóta, nýbýla o.s.frv. eða yfirleitt til framkvæmda í sveitum. Það eru miklu fremur líkur til, að fólk neyðist til að flýja úr sveitum til kaupstaða í stórum stíi. Nú er ennfremur ætlazt til, að stj. sé heimilað að skera niður fjárveitingar til verklegra framkvæmda um 35%, og það lögboðnar greiðslur jafnt og aðrar. Hvað hugsa hv. þm. sér að gera við það fólk, sem verður atvinnulaust sakir þessara breytinga og hefir ekkert til að lifa af? Ég þykist eiga kröfu á að fá þeirri spurningu svarað. Hugsa þeir sér að láta fólkið falla eins og fénað í vetrarhörkum? varla. — En hvað annað?

Við flytjum hér, þm. Sóslalistafl., brtt. um framlög til atvinnuaukningar. við höfum áður flutt till. til þál. í Sþ. um ráðstafanir til þess að bæta upp það atvinnutap, sem hlýzt af því, að saltfisksvertíð fellur niður. við höfum bent á möguleika til tekjuöflunar sem því svarar. Það er talið, að íslenzk stórútgerð hafi í vetur grætt milli 3 og 6 millj. kr. á ísfiskssölu. Það virðist ekki ósanngjarnt að leggja nokkurn skatt á þennan gróða til að bæta upp tapið við hvarf saltfisksverkunar. Nú eru helzt horfur á, að þessi till. verði svæfð í n. Því vildum við gera mjög hófsama og lítilláta tilraun til að koma samt sem áður vitinu fyrir hv. þm. og flytjum nú brtt. um hækkun atvinnubótafjárins úr hálfri millj. í 1 millj. kr. Undanfarið höfum við flutt brtt. um, að það yrði 750 þús., og er það að þessu sinni varatillaga okkar, en hvergi nærri fullnægjandi. Með 35°% niðurskurði yrðu ekki greidd nema 650 þús. kr., þótt aðaltill. okkar verði samþ., og það er ekki svo miklu meira en frv. ráðgerir, að ofætlun geti talizt, hvað þá umfram þarfir, nú þegar það fer saman, að atvinnuleysið vex og hætt er að skylda bæjarfélög til að leggja fram tvöfalt á móti atvinnubótafé ríkissjóðs, — hætt að skylda þau til nokkurs í því efni. Brtt. Alþfi. um að hækka atvinnubótaféð í 700 þús. kr. er svo gersamlega ófullnægjandi, að með 35% niðurskurði yrði sú veiting talsvert minni en frv. gerir ráð fyrir, þ.e. minni en fjrmrh. Sjálfstfl. treystist til að leggja fyrir þingið í byrjun. Auk þessa vilja þeir veita 750 þús. kr., sem verja megi til bjargráða, ef nauðsyn krefur. Umráð þess eiga að vera í höndum n., sem sett var á síðasta þingi og átti m.a. að hafa vald til að flytja fólk í þvingunarvinnu, ef henni þætti þurfa. Það er engin trygging fyrir, að sú n. verji ekki fénu til styrktar einstökum fyrirtækjum eða jafnvel einstökum mönnum. Það er því að ýmsu leyti skuggalegt að veita n. þessi umráð. Þó mundi ég, ef það eitt sýndist geta gengið fram, greiða því atkv. mitt heldur en láta reka á reiðanum algerlega, þannig að ríkisstj. geti skotið sér undir það, að hún hafi ekki heimild til að veita nokkurt fé til nauðsynlegra bjargráða.

Þá flytjum við brtt. um 100 þús. kr. til Suðurlandsbrautar til viðbótar við þær 65 þús. kr., sem ætlaðar eru til hennar af benzínskatti, en þá ætlumst við til, að ekki verði tekið fé til þessarar brautar af atvinnubótafénu. Þessar 100 þús. eru ekki meira en veitt hefir verið til vegarins að undanförnu, og má ekki minna vera en það haldist, þegar áreiðanlega verður brýnust þörfin fyrir atvinnubætur í Reykjavík og Hafnarfirði. Menn geta deilt um það, hvort þessi vegur sé lagður rétta leið. En eigi að leggja hann þarna, borgar sig bezt að ljúka honum sem fyrst, og sérstaklega er nauðsynlegt að auka slíkar vegagerðir nú.

Sömu rök liggja fyrir brtt. okkar um að hækka fjárveiting til vegar á Siglufjarðarskarði upp f 50 þús. kr., nema þar er enn meiri nauðsynin að fá færan bílveg. Þá eru 30 þús. kr. til brúar yfir Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga. Brúarstæði er þar svo gott, að vera má, að kostnaður verði aðeins um 20 þús., en réttara þykir að hafa fjárveitinguna þetta rúma. Hér er um að ræða hina mestu samgöngubót. Brúin er ákveðin í brúalögum.

Þá eru brtt. um hækkun á jarðabótastyrk o.fl. upp í það, .sem veitt hefir verið á undanförnum árum eða síðustu fjári. Við lítum svo á, að greiðslur til þeirra framkvæmda megi ekki lækka, og verði upphæðir frv., eins og það er, skornar enn niður um 35%, hrökkva þær ekki einu sinni til al eg óhjákvæmilegra framlaga. Ég held það þurfi ekki að eyða orðum að þessu. nema þá síðar að gefnu tilefni. á þskj. 308 eru enn ýmsar brtt., sem ég er meðflm. að, en vænti, að hv. meðflm. mínir muni mæla fyrir, og miða sumar þeirra til atvinnuaukningar, aðrar að því að draga úr lítt þörfum útgjöldum hins opinbera.