12.03.1940
Efri deild: 15. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 291 í B-deild Alþingistíðinda. (615)

25. mál, vörugjald fyrir Vestmannaeyjakaupstað

Erlendur Þorsteinsson:

Ég hefi ekki miklu að svara. Síðast þegar mál þetta var til umr. hér í hv. d., urðu snarpar umr. um það á milli mín annarsvegar og hv. frsm. fjhn. og þm. Vestm. hinsvegar. Annars get ég vel tekið undir þá röksemd hv. frsm., að það sé ekki svo mikill munur á því, hve Vestmannaeyjakaupstaður sé sérstæðari en Siglufjörður. Það liggja t.d. engar sveitir innan vébanda Siglufjarðarkaupstaðar, eða í beinu sambandi við kaupstaðinn. Hitt gegnir að sjálfsögðu öðru máli, ef vörugjald væri lagt þar á síld og síldarafurðir, þá kæmu margir til með að bera það, en væri það aðeins lagt á matvörur, eins og í frv. er gert ráð fyrir, þá held ég, að litlu munaði um aðstöðu þessara tveggja kaupstaða hvað þetta snertir.